Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11740
Í margar aldir hefur menning Maya verið brotin niður á hrottafenginn hátt. Þjóðin var neydd til að skrifa og tala spænsku og taka upp kristin nöfn. Með hjálp ýmissa fræðimanna, stanslausrar vinnu og þrautseigju hefur okkur verið gert kleift að lesa í sögu þessa merka menningarsamfélags og á sama tíma auðveldað eftirlifandi Maya indíánum að kynnast sínu upprunalega tungumáli og menningu. Myndleturstáknin sem notuð voru sem ritmál og voru m.a. rituð í bækur voru ýmist myndatákn eða atkvæðatákn og voru oft með abstrakt táknum sem gaf lesandanum ekki endilega beina tengingu á milli myndar og þýðingar. Meginmál þessarar ritgerðar inniheldur umfjöllun um sögu og svæði Maya indíána, myndleturstákn, talnakerfi, dagatal Maya, bókagerð, liti og litakóða og tengsl nútíma hönnunar við Maya.
Grafísk hönnun byggir á ævafornum grunni ritlistar og prenthefðar og eru myndir og letur; líkt og menningarverðmæti Maya hafa að geyma, megin verkfæri sem unnið er með. Farið er yfir helstu niðurstöður þeirra athuganna sem gerðar hafa verið á Maya indíánum og kenningar sérfræðinga um líf þeirra og menningu, með sérstakri áherslu á tákn, mynd- og ritmál. Erfitt er að fullyrða hvort þeir hafi haft bein áhrif á grafíska hönnun, en margt má þó læra af þessum merka menningarhópi og jafnvel tala um grafíska hönnun sem námsgrein sem rekja megi aftur til frumbyggja?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 1,6 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |