is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11741

Titill: 
 • Áhrif náttúruefna á boðefnaseytingu THP-1 frumna in vitro
 • Titill er á ensku Effects of natural products on the cytokine secretion of THP-1 cells in vitro
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Náttúruefni og náttúruvörur hafa í fjölda ára verið notaðar í lækningaskyni og hafa vinsældir á notkun þeirra verið áhugavert rannsóknarefni sökum þess hversu mikilvæg þau hafa reynst í lyfjauppgötvun og lyfjaþróun. Um þriðjungur allra lyfja sem eru á markaði í dag eru komin með einum eða öðrum hætti frá náttúrefnum. Sífellt fleiri sjúkdómar herja á fólk um allan heim og því verður þörfin fyrir ný gagnleg efni í lækningaskyni ávallt meiri. Efni úr hryggleysingjum og þörungum með skilgreinda lífvirkni hafa verið einangruð úr sjó og notuð til lyfjagerðar. Svampar hafa gefið góðar niðurstöður fyrir ný efni og verið vinsælt að nota þau til rannsókna.
  Svampar eru frumstæðustu fjölfrumudýrin og eru mitt á milli þess að vera sambýli einfrumunga og fjölfrumulífvera. Svampar hafa örfáar sérhæfðar frumugerðir sem hafa mikið verið notaðar í rannsóknarskyni. Markmið verkefnisins var að kanna ónæmisfræðileg áhrif og verkun útdrátta og þátta úr íslenskum sjávarlífverum á lípópólýsakkaríð (LPS) miðlaða ræsingu THP-1 mónócýta frumulínunnar með því að mæla seytun boðefnanna IL-10 og IL-12p40 með ELISA prófi.
  Svo virðist sem THP-1 frumurnar hafi hætt að seyta boðefnum þrátt fyrir ræsingu eftir fyrstu tilraun með LPS og fengust því aðeins markverðar niðurstöður úr einni tilraun. Einungis voru boðefnin IL-10 og IL-12p40 mæld. Þó ekki sé hægt að draga neinar ályktanir af einni tilraun benda niðurstöður tilraunarinnar til þess að sé styrkur útdrátta og þátta náttúruefna of mikill hamli það alveg seytun boðefnanna IL-10 og IL-12p40. Þetta gæti stafað af frumudauða en það var ekki skoðað í þessu verkefni. Þegar THP-1 frumurnar voru ræstar í návist útdrátta og þátta í minni styrk virtust þeir hafa áhrif á boðefnaseytun frumnanna, bæði til aukningar og minnkunar.
  Helsta niðurstaða þessa verkefnis er að tryggja verður að THP-1 frumur séu í góðum fasa þegar verið er að nota þær við skimanir og virtist lífvænleiki þeirra minnka verulega eftir 15. skiptingu. Svampur 17.05.11 virðist innihalda virk efni sem hafa áhrif á boðefnaseytun THP-1 frumna sem eru ræstar með LPS.

Samþykkt: 
 • 18.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11741


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda þráinsdóttir.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna