is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11743

Titill: 
  • Þreifibækur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það er erfitt fyrir sjáandi manneskju að ímynda sér hvernig það er að missa sjónina eða hafa aldrei haft hana. Hvernig er að upplifa heiminn með heyrn, lykt, snertingu og tilfinningu. Þreifibækur eru ein leið fyrir blinda til að læra á heiminn í kringum sig og því er mikilvægt að koma tilskildum skilaboðum til skila með snertingu. Að útfæra slíkar bækur er mun flóknara en fyrst skyldi ætla, því það að búa til myndir fyrir þann sem ekki sér út frá reynslu og heimi þess sjáandi er vandasamt verk.
    Í ritgerðinni eru skoðaðar mismunandi leiðir í gerð þreifibóka og hvort sameiginleg táknfræði eigi við um þreifibækur fyrir blinda einstaklinga og myndabækur hinna sjáandi. Hvernig blindir einstaklingar skynja til dæmis muninn á góðu og vondu í þreifibókum og hvort eitthvað sé sameiginlegt þar með sjáandi einstaklingum.
    Margt virðist vera sameiginlegt með táknfræði hjá blindum og sjáandi, má til dæmis nefna að lausar, bylgjótta og, brotnar línur gefa tilfinningu fyrir hreyfingu, hraða og óvissu. Hvassar línur tákna oft hættu og mjúkar línur gefa merki um öryggi. Línur eða fletir sem lýsa yfirborði eða sjóndeildarhring eru jafnvel notaðar til að veita meira eða minna öryggi í söguna. Við tengjum orð og tilfinningar við mjúk og hörð form á svipaðan hátt og við tengjum oddhvasst og gróft við vont og hringlaga mjúkt við gott og það sem er óljóst vekur óhug.

Samþykkt: 
  • 18.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf461.36 kBLokaðurHeildartextiPDF