Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11745
Framkvæmd var rannsókn á skynjun sérhljóðalengdar tveggja sérhljóða, [a] og [ɛ]. Markmið rannsóknarinnar var meðal annars að reyna að skera úr um hvort að svartími þátttakenda væri lengri eftir því sem sérhljóð í orði lengdist, einnig að kanna mun á skynjun [a] og [ɛ]. Þátttakendur voru 24 og skiptust þeir í tvo hópa. Annar hópurinn tók þátt í tilraun sem innihélt áreitaraðirnar „sagg-sak“ með tveimur mismunandi rímlengdum, 300 ms (ellefu mismunandi sérhljóðalengdir) og 400 ms (14 mismunandi sérhljóðalengdir). Hinn hópurinn tók þátt í tilraun sem innihélt áreitaraðirnar „segg-sek“ sem höfðu þrenns konar formendabil og 14 mismunandi sérhljóða. Niðurstöður sýndu ekki umræddan svartímamun við lengra sérhljóð. Hinsvegar hafði rímlengd áhrif á skynjun sérhljóðalengdar í sak/sagg orðum og hljóðróf sérhljóðanna í sek/segg orðunum hafði marktæk áhrif á svartímamynstur í skynjun þeirra.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Benóný og Heiðar (2012).pdf | 570.4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |