en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11748

Title: 
  • Title is in Icelandic Reynsla af námskeiðinu SOS! Hjálp fyrir foreldra á árunum 2002 - 2011. 11 ára eftirfylgni
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn var könnuð reynsla þátttakenda af námskeiðinu SOS! Hjálp fyrir foreldra. Rannsóknin er eftirfylgni af sambærilegri rannsókn sem gerð var árið 2002. Á námskeiðinu SOS! Hjálp fyrir foreldra læra foreldrar og aðrir sem koma að uppeldi barna að beita helstu aðferðum hegðunarstjórnunar eins og lýsandi hrósi, hvatningar- og punktakerfi, virkri hunsun og hléi. Þeim er einnig kennt hvernig má skamma á áhrifaríkan hátt, hvernig á að setja börnum reglur og hvernig á að nota skýr fyrirmæli. Spurningalisti með 113 spurningum var sendur á netföng 1006 þátttakenda sem höfðu verið skráðir á SOS-námskeið á árunum 2002 til 2011. Alls bárust 117 svör við spurningalistanum. Niðurstöður benda til þess að þátttakendur séu almennt ánægðir með námskeiðið og einstaka þætti í kennslunni. Flestir telja að aðferðirnar sem kenndar eru á námskeiðinu séu árangursríkar en sumar aðferðir reynast þó betur en aðrar. Lýsandi hrós er sú aðferð sem flestir nota með góðum árangri en virk hunsun og skammir, af því tagi sem kenndar eru á námskeiðinu, þykja skila minnstum árangri. Ekki var munur á svörum þátttakenda eftir hópum.

Accepted: 
  • May 21, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11748


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hólmfríður Ósk Arnalds, BS-ritgerð.pdf1.14 MBOpenHeildartextiPDFView/Open