is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11749

Titill: 
  • Þróun skimunarlista fyrir líðan barna á samfelldum kvarða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að athuga próffræðilega eiginleika fullyrðinga sem snúa að eðlilegri hegðun og líðan barna þar sem frávik frá eðlilegri hegðun og líðan kemur fram sem öfgagildi á samfellu. Fullyrðingarnar spurningarlistans voru 66 talsins og barst svörun frá 164 mæðrum barna á aldrinum 6 til 12 ára. Helmingur fullyrðinga stóðst viðmið um normaldreifða svörun. Flestar fullyrðnigar sem stóðust viðmið um normaldreifingu meta eðlilega tilfinninga- og fyrirhafnarstjórn en einnig normaldreifðust fullyrðingar um eðlilega hegðun og líðan þar sem öfgagildi mátu einkenni þunglyndis. Nokkuð skýr þáttabygging er að baki gögnunum og hlóðu atriðin sértækt á þrjá ólíka þætti. Á þátt eitt hlóðu atriði sem meta tilfinninga- og fyrirhafnar stjórn, á þátt tvö hlóðu atriði sem meta innri einkenni þunglyndis og á þátt þrjú hlóðu atriði sem meta ytri einkenni þunglyndis. Þættirnir stóðust allir viðmið um normaldreifingu og meðalhá fylgni var á milli þátta. Niðurstöður benda til þess að hægt sé að meta líðan barna með fullyrðingum um eðlilega líðan og hegðun og að tilfinninga- og fyrirhafnarstjórn tengist þunglyndi.

Samþykkt: 
  • 21.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_EinarBirgir.pdf842.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna