is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11755

Titill: 
 • Íslenskir fatahönnuðir á alþjóðlegum markaði og ferðaþjónusta
 • Titill er á ensku Icelandic fashion designers on the international market and tourism
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Helsta markmið rannsóknarinnar er að sýna fram á tengsl íslenskra fatahönnuða við ferðaþjónustuna. Þá er skoðað hvernig ferðaþjónustan og fatahönnunin á Íslandi helst í hendur og hvernig tækifærin eru fyrir íslensku fatahönnuðina í markaðssetningu á Íslandi og erlendis. Við gagnaöflun var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir með því að taka opin viðtöl við fjóra íslenska fatahönnuði á alþjóðlegum markaði. Allir viðmælendurnir voru með mismunandi útlit á sinni fatahönnun. Öll viðtölin voru tekin upp innan höfuðborgarsvæðisins. Í viðtölunum fengu viðmælendur að segja frá sínu fyrirtæki og hvernig það mögulega fléttaðist inn í ferðaþjónustuna á Íslandi ásamt því að deila með rannsakanda sinni upplifun og reynslu á sviði fatahönnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna meðal annars fram á það að fatahönnuðirnir eru ekki aðeins að reyna að hanna fyrir ferðamenn heldur líka fyrir fólk almennt sem hefur áhuga á tísku og frumleika. Fatahönnuðirnir notast mikið við íslenska náttúru og sögu til að koma fatalínu sinni á framfæri. Þeir hafa tekið eftir því að náttúra okkar Íslendinga selur, þykir mjög einstakt fyrirbæri og því tilvalin til markaðssetningar. Í því samhengi verður leitast eftir að fá svör við því hvort það sé jákvætt eða neikvætt fyrir íslensku fatahönnuðina að vera íslenskir. Viðmælendur mínir telja internetið vera bestu leiðina til að markaðssetja sig á Íslandi jafnt sem erlendis. Einnig felst mikil markaðssetning í því að koma fram í tímaritum og á sýningum erlendis. Flestir voru sammála um að það væri mjög líklegt að þeir ferðamenn sem væru að kaupa þeirra vörur væru einmitt búnir að heyra góða umfjöllun um þau. Allir voru sammála um að draumurinn væri að búa á Íslandi og hanna þar og reyna að koma sér á framfæri út um allan heim, en að skortur á fjármagni standi oft í vegi fyrir því að það yrði að veruleika.
  Lykilorð: Íslensk fatahönnun, alþjóðlegur markaður, markaðssetning, ferðaþjónusta.

 • Útdráttur er á ensku

  The main purpose of this research is to put forth the answer to the question of how it is to be an Icelandic fashion designer and if it is difficult or easy to get your design on the international market. After that I will observe how the fashion and travel industry connect in Iceland and how well the Icelandic fashion designers are able to market them selves both in Iceland and also internationally. While gathering facts I used qualitative research by speaking to four different Icelandic designers that are on the international market. All the interviewers had a different looks for their collection. All the interviews were conducted in the capital city area. In the interviews the designers could share information about there companies and how they possible connected to the Icelandic tourism along with sharing their experience and feel of the fashion design. The results of the research show that the designers are not just focusing on designing for tourists but also for the general public that are interested in fashion and are not afraid of being original. The designers use Icelandic nature and history much in marketing their products. They have discovered that our Icelandic nature sells and that it is considered a unique phenomenon and their for a ideal marketing tool. In that context I try to answer the question whether it is a negative or positive thing for the Icelandic designers to be Icelanders. My informants said that the internet was the best way to market themselves both in Iceland and also worldwide. It is also a good marketing strategy to be showed in magazine and participate in fashion shows abroad. Most of the designers agreed upon the fact that most of the tourists that were buying there designs had heard positive things about them before. All of them said that their dream was to live in Iceland and work at their design there, but insufficient funds often stands in the way of that dream.
  Keywords: Icelandic fashion design, international market, marketing, tourism.

Samþykkt: 
 • 21.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslenskir fatahönnuðir á alþjóðlegum markaði og ferðaþjónusta. .pdf570.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna