is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11760

Titill: 
 • Áhrif jafningjaþrýstings á unglingsstúlkur. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Samskipti unglinga hafa verið mikið rannsökuð í gegnum árin sérstaklega með tilliti til neikvæðs jafningjaþrýstings sem leiðir oftar en ekki til áhættuhegðunar. Áhrif jafningja hafa einnig verið rannsökuð með tilliti til upplifunar unglingsstúlkna á eigin sjálfi og líkamsímynd. Í þessari samantekt er sérstaklega skoðað hvort unglingsstúlkur á aldrinum 11-18 ára séu móttækilegar fyrir jafningjaþrýstingi og hvaða áhrif hann getur haft í för með sér.
  Sjálfsmynd unglingsstúlkna er viðkvæm og vegna sterkra tengsla þeirra við jafningja, skipta skoðanir þeirra miklu máli. Því eru unglingsstúlkur tilbúnar að snúa baki við eigin gildum til þess eins að samræmast ákveðinni ímynd sem viðgengst innan jafningjahópsins. Gagnrýni jafningja hvað varðar útlit unglingsstúlkna hefur mikil áhrif á neikvæða líkamsímynd þeirra og upplifa stúlkur oft mikinn þrýsting til að líta út á ákveðinn hátt. Vegna þessara áhrifa þróa þær oft með sér átraskanir til þess að ná settum markmiðum. Unglingsstúlkur eru í hættu á að þróa með sér kvíða þar sem þær óttast neikvætt álit jafningja sinna.
  Niðurstöður rannsókna sýna fram á að jafningjar hafa mikil áhrif á hegðun unglingsstúlkna og hefur áhættuhegðun þeirra aukist til muna undanfarin ár eins og áfengis- og vímuefnanotkun. Hins vegar hefur dregið úr reykingum meðal unglingsstúlkna þrátt fyrir félagslegt gildi þeirra. Kynhegðun unglingsstúlkna hefur breyst með tímanum og stunda þær nú frekar óábyrgt kynlíf sem meðal annars má rekja til óbeins jafningjaþrýstings.
  Lykilorð; sjálfsmynd, unglingsstúlkur, sjálfsvirðing, jafningjar og jafningjaþrýstingur.

Samþykkt: 
 • 21.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11760


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak.pdf318.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna