is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11770

Titill: 
  • Íslenskir sérhljóðar: Tveir og þrír formendur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Formendur eru skilgreindir sem samhljómunarsvið munnhols. Þeir eru mótaðir af tungustöðu, opnustigi og kringingu. Hljóðmyndunarkenningin (acoustic theory of speech production) segir að tveir meginþættir séu sameiginlegir við myndun allra málhljóða. Sá fyrri er hljóðgjafi og sá seinni er samhljómur. Ein fyrsta talskynjunarrannsóknin var gerð á Haskins-rannsóknarstofunni þar sem rannsökuð voru áhrif fjölda formenda á gæði sérhljóða. Tilgangur þessarar rannsóknarinnar var tvíþættur. Í fyrsta lagi að kortleggja sérhljóðarými í íslensku með skynjunartilraun. Í öðru lagi að athuga mun á tveimur og þremur formendum í skynjun á íslenskum sérhljóðum. Tilgáta rannsakenda er sú að sérhljóð með þremur formendum verði greind skýrari heldur en sérhljóð með tveimur formendum. Þátttakendur voru 17 talsins, valdir eftir hentugleika. Áreitin voru 126 sérhljóð með annaðhvort tveimur eða þremur formendum. Þau voru búinn til í Praat forritinu og tilraunin var einnig keyrð í því. Þátttakendur heyrðu hljóð og áttu að tilgreina hvaða sérhljóð þeir heyrðu og meta gæði hvers hljóðs. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að ekki var marktækur munur á milli sérhljóða með tveimur eða þremur formendum. Það sem spilar hugsanlega inn í niðurstöðurnar er að þriðji formendinn hafði alltaf fast gildi, 3500 Hz. Í ritgerðinni er greint frá því með hvaða hætti hlustendur skynja íslenska sérhljóðarýmið.

Samþykkt: 
  • 22.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11770


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs verkefni-Formendur Íslenskra sérhljóða.pdf810.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna