is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11771

Titill: 
  • Félagslegur stuðningur við konur á barneignaskeiði í tengslum við þunglyndiseinkenni á meðgöngu og eftir fæðingu. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að fá heildarmynd af þeim félagslega stuðningi sem konur njóta frá mismunandi stuðningsaðilum á meðgöngu og eftir fæðingu og áhrifum hans á þunglyndiseinkenni. Einnig er markmiðið að koma auga á helstu hindranir gegn því að þær sækist eftir stuðningi heilbrigðisstarfsfólks svo hægt sé að efla skimun, greiningu og meðferð þunglyndiseinkenna. Heimilda var að mestu aflað við leit í rafrænum gagnasöfnum á borð við Web of Science, PubMed og Scopus auk ábendinga um greinar frá leiðbeinanda.
    Niðurstöður leiddu í ljós tengsl milli skynjunar kvenna á minni stuðningi maka og auknum líkum á þunglyndiseinkennum en vanlíðan maka er einnig algengt vandamál og er því við hæfi að hlúa að líðan beggja. Flestar konur kjósa stuðning í formi einstaklings-meðferðar með heilbrigðisstarfsmanni en lýsa einnig þörf fyrir stuðning jafningja þegar líðan batnar. Helstu hindranir gegn því að stuðnings sé leitað eru félagsleg skömm, innflytjenda-staða, sektarkennd og neikvæð viðhorf heilbrigðisstarfsfólks og fjölskyldumeðlima.
    Ályktað er að mikilvægt sé að hjúkrunarfræðingar beri kennsl á þunglyndiseinkenni snemma í barneignaferlinu til þess að hægt sé að meta gæði stuðnings og veita viðeigandi stuðning tímanlega. Áhersla á fjölskylduna alla, virðing fyrir gildum ólíkra menningarhópa og fjölbreytni meðferðarúrræða eru líkleg til þess að auka færni hjúkrunarfræðinga í að veita einstaklingshæfða meðferð.
    Lykilorð: Meðgönguþunglyndi, fæðingarþunglyndi, félagslegur stuðningur, hindranir.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of this literature review is to get a clear understanding of the social support women receive from various support persons during the perinatal period, and its effect on depressive symptoms. Its purpose is also to identify potential barriers to why women will not seek support from health care professionals. Sources were mostly gathered via online databases such as Web of Science, PubMed and Scopus as well as through teachers suggested articles.
    Findings suggest a connection between women’s perception of lack of partner support and an increased chance of depressive symptoms. However partners’ distress is also a com-mon finding so it is considered appropriate to care for both parents’ well-being. Most women prefer health care professionals’ one-on-one support, but when distress subsides they feel a need for peer support. Main barriers to seeking support are social stigma, shame and guilt, health care professionals’ and family members’ negative attitudes and being foreign born.
    It is important for nurses to identify depressive symptoms early in the perinatal period so appropriate support can be provided. Emphasis on the family as a whole, respect for dif-ferent cultural values and diverse support measures are considered likely to enhance nurses’ skills in providing patient-centered care.
    Keywords: prenatal depression, postnatal depression, social support, barriers.

Samþykkt: 
  • 22.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11771


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaverkefniTinna.pdf226.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna