en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11790

Title: 
  • Title is in Icelandic Landbúnaðarferðaþjónusta á Íslandi: Greining á stöðu og stuðningsumhverfi
Submitted: 
  • May 2012
Abstract: 
  • Það liggur ljóst fyrir að ferðaþjónusta er einn af burðarásum íslensks efnahags og atvinnulífs. Innlendir og erlendir ferðamenn leggja landið undir fót til þess að njóta fagurrar náttúru, ósvikinnar menningar, viðburða og fjölbreyttrar afþreyingar. Sú þjónusta, sem ferðamaðurinn nýtir sér utan byggðakjarnans, á sér stað í sveitum og bæjum sem áður höfðu sín lífsviðurværi af landbúnaði og sjávarútvegi.
    Í þessari ritgerð er ítarlega farið yfir skilgreiningar og stöðu landbúnaðarferðaþjónustu og mikilvægi hennar fyrir dreifbýlið dregið fram. Rekstrar- og stuðningsumhverfi er skoðað með hliðsjón af aðferðum nágrannaríkja okkar í Evrópu og Skandinavíu.
    Í ritgerðinni er sýnt fram á hversu umfangsmikil þessi þjónusta er í raun og hve stór þáttur ferðaþjónustu á Íslandi fer fram í dreifbýlinu. Ferðaþjónustan styður og styrkir landbúnaðinn og eflir samfélagið í gegnum fjölþætt tækifæri til uppbyggingar , atvinnu- og nýsköpunar. Það umhverfi, sem einstaklingar og fyrirtæki búa við á Íslandi, virðist ágætt miðað við það sem gengur og gerist í Evrópu. Enn vantar þó talsvert upp á að tengingu við landbúnaðinn verði komið haganlega fyrir innan stoðkerfis ferðaþjónustunnar, hagsmunasamtaka og ríkis.

Accepted: 
  • May 23, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11790


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Landbunadarferdathjonusta.pdf767.14 kBOpenHeildartextiPDFView/Open