Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11791
Lyfjagjöf er í dag stöðluð meðferð við geðklofa, en þrátt fyrir að hún hafi reynst árangursrík gagnvart sumum einkennum sjúkdómsins hefur hún reynst árangurslítil gagnvart öðrum. Einnig veitir lyfjagjöf, ein og sér, aðeins takmarkaðan árangur sé litið til félagslegrar virkni og lífshamingju. Tilgangur verkefnisins er að skoða hvaða sálfélagslegu meðferðir standa einstaklingum með geðklofa til boða og hvaða meðferð hentar mismunandi sjúklingum. Til að nálgast viðfangsefnið eru sjö útgáfur af sálfélagslegum meðferðum teknar til nánari skoðunar að teknu tilliti til núverandi þekkingar með tilvísun í niðurstöður rannsókna, en ótal rannsóknir hafa verið gerðar á árangri þessara inngripa við geðklofa. Hér verður leitast við að varpa með skýrum hætti ljósi á hvað í mismunandi meðferð felst og hvaða árangur þær hafa borið, meðal annars með tilliti til einkenna sjúkdómsins, endurinnlagna á stofnanir, félagslegrar virkni og lífsgæða. Draga má þá ályktun af skrifunum að sálfélagslegar meðferðir séu árangursrík inngrip sem ættu að haldast í hendur við lyfjagjöf sjúklinganna. Samt sem áður eru þessar meðferðir ólíkar og tilgangur þeirra gagnvart sjúkdómseinkennum misjafn. Í ljósi þess er mikilvægt að hver og einn fái þá meðferð sem honum hentar og er líklegust til að bera árangur.
Lykilorð: Geðklofi, sálfélagslegar meðferðir, geðrofseinkenni og bati.
Abstract
Pharmacotherapy is currently the standard treatment for schizophrenia, but even though it can effectively improve some clinical symptoms, it has less effect on others. Pharmacotherapy alone also tends to produce only limited improvement in social functioning and quality of life. The main purpose of this thesis is to examine the psychosocial treatments that are available for individuals with schizophrenia and determine what types of treatment suit different patients. To approach the subject, seven types of psychosocial treatments will be examined in terms of what is already known about them. This examination will rely on known research results, as many studies have been conducted on the effectiveness of these interventions for schizophrenia. The psychosocial treatments are explained in detail and their progress reviewed in terms of for example symptoms of the disease, re-admissions to institutions, social functioning and quality of life. It can be inferred that psychosocial treatments are an effective intervention that should go hand in hand with the patients´ pharmacotherapy. However, these treatments are different and can be used in different ways to affect the patients´ clinical symptoms, thus increasing the possibility that everyone receives suitable treatment that is likely to prove successful.
Keywords: Schizophrenia, psychosocial treatments, psychotic symptoms and recovery.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlit yfir sálfélagslegar meðferðir við geðklofa - Ritgerðin í heild.pdf | 541.24 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |