is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11792

Titill: 
  • Götulist : myndskreytt umhverfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Graffiti og götulist er tiltölulega ungt listform sem spratt upp út frá unglingmenningu í Bandaríkjunum. Tjáningarform þetta hefur ávallt verið litið hornauga. Ekki er langt síðan farið var að flokka það sem listgrein og menningarleg verðmæti. Saga götulistar byggist að miklu leyti á persónulegum ljósmyndasöfnum sem listamennirnir hafa tekið af verkunum sínum. Ef ekki væri fyrir þessar myndir hefði þekkingin glastast, enda vara verk af þessu tagi ekki lengi. Þau eru annaðhvort eru þau hreinsuð í burtu eða það er málað yfir þau.
    Á síðastliðnum árum hafa vinsældir graffiti og götulistar aukist gífurlega meðal almennings, en verk margra götulistamanna prýða nú veggi í galleríum og á listastasöfnum, þau seljast fyrir offjár á uppboðum. Þrátt fyrir þessi góðu viðbrögð má enn heyra neikvæðar raddir sem telja þetta listform frekar flokkast undir skemmdarverk en listaverk. Þó svo að listgrein þessi hafi að mestu leiti falist í því að mála myndir á veggi með úðabrúsum, sem flokkast undir skemmdarverk, eru þeir til sem beita öðrum, mun umhverfisvænni leiðum við gerð svipaðra verka. Það sem er ólíkt með þessari gerð verka er að þau vara ekki að eilífu en geta haft sömu sjónrænu áhrifin og hefðbundin götulist.

Samþykkt: 
  • 24.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11792


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.09 MBLokaðurHeildartextiPDF