en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11793

Title: 
  • Title is in Icelandic „Hættiði þessu fikti strákar!" Rannsókn á „hinsegin" sögnum frá hernámsárunum
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ritgerðin fjallar um sagnir af samkynhneigðum karlmönnum á hernámsárunum á Íslandi. Þó þetta tímabil sé að mestu hulið þá eru til sagnir sem geta gefið okkur innsýn í hugmyndaheim og viðhorf til samkynhneigðra á þessum tíma.
    Íslenskir karlmenn voru í „ástandinu“ líkt og konurnar en það var ekki opinbert og þrátt fyrir meint frjálsræði dagsins í dag þá hafa sagnir af þessum mönnum að mestu lokast innan þeirra hóps. Samkynhneigð hefur ekki verið ofarlega á baugi í sagnahefð Íslendinga, hvorki fyrr né seinna. Lítillega er minnst á samræði karlmanna í Íslendingasögum og þá er það eitt það versta sem hægt er að bera upp á nokkurn mann. Á blómatíma þjóðsagnasöfnunar á 19. og 20. öld ríkti þögnin ein og hvergi í íslenskum þjóðsagnasöfnum er minnst á einstaklinga sem báru ástarhug til sama kyns. Þrátt fyrir þessa viðvarandi þöggun í samfélaginu þá hafa nokkrar sagnir frá hernámsárunum lifað í munnmælum ásamt ómetanlegum reynslusögnum frá mönnum sem upplifðu þetta tímabil af eigin raun. Í ritgerðinni mun ég skoða hvernig viðhorf og hugmyndir fólks birtast okkur í gegn um þessar sagnir og varpa þannig ljósi á þetta tímabil huldumanna hernámsins ásamt því að velta upp þeirri spurningu hvort sagnir af þessum mönnum geti sagt okkur eitthvað um hugmyndir og viðhorf dagsins í dag.

Accepted: 
  • May 24, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11793


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð.pdf828.56 kBOpenHeildartextiPDFView/Open