en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11794

Title: 
  • Title is in Icelandic Tengsl bjargráða við starfsráp
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Að skipta um starf nokkrum sinnum á lífsleiðinni telst eðlilegt í nútíma þjóðfélagi. Þó eru til einstaklingar sem skipta ítrekað um starf af tilefnislausu, mun oftar en hinn almenni starfsmaður. Slík hegðun hefur verið kölluð starfsráp og geta starfsskiptin verið ýmist af hvatvísislegum toga eða til þess að hámarka mögulegan persónulegan ávinning. Slíkir einstaklingar geta haft neikvæð áhrif á fyrirtæki, þar sem mikill kostnaður fylgir því að ráða inn og þjálfa nýjan starfskraft. Tilgangur rannsóknarinnar var að hanna spurningalista til þess að mæla starfsráp. Ætlunin var að fanga hugtak Ghiselli um flækingshegðun (hobo syndrome) ásamt því að mæla fyrir þeim einstaklingum sem hætta í starfi til þess að hámarka möguleika sína á vinnumarkaði, en við gerð spurningalistans komu þessir tveir þættir í ljós. Listinn veitti góða forspá um starfsráp, þar sem báðir undirþættirnir sýndu fram á marktæk tengsl við það að segja upp starfi sem voru fyrstu vísbendingar um það að listinn væri réttmæt mæling á hugtakinu. Þegar búið var að hanna spurningalistann var ákveðið að skoða hvernig starfsmenn ynnu úr erfiðum og streituvaldandi aðstæðum í vinnu. Skoðuð voru svonefnd bjargráð og athugað hvort bjargráðin tengdust starfsrápi. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að þeir sem leiði vandamálin hjá sér væru líklegir til starfsrápa. Þá kom á óvart að þeir sem notuðu lausnamiðuð bjargráð og reyndu að takast á við vandamálin væru líklegir til hvatvísislegs starfsráps. Ástæðan gæti verið sú að slíkir aðilar fái fyrr leið á verkefnum sínum eða þeim vandamálum sem þeir takast á við. Einnig kom í ljós að neikvæð tengsl voru á milli félagslegs stuðnings og þess að segja upp starfi. Hægt er að túlka niðurstöðurnar á þann hátt að mikilvægt sé að kenna og þjálfa starfsmenn í því að taka á vandamálum með ákveðnum hætti, enda er það bæði fyrirtækinu og starfsmönnunum í hag.

Accepted: 
  • May 24, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11794


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS ritgerð Vaka Ágústsdóttir.pdf479.31 kBOpenHeildartextiPDFView/Open