Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11796
Athuguð voru áhrif þess persónulega óöryggis sem myndast þegar sjálfsmisræmi er aukið á efnishyggju og fjárhagsmarkmið. Engin af fyrri rannsóknum hefur á sannfærandi hátt framkallað persónulegt óöryggi og því eru áhrif þess á efnishyggju ókunn. Í þessari rannsókn var kannað hvort það óöryggi sem skapast þegar sjálfsmisræmi fólks er aukið, persónulegt óöryggi, ýti undir efnishyggin gildi, dragi úr örlæti og auki áherslu á fjárhagsmarkmið. Rannsókn var framkvæmd þar sem 77 þátttakendur luku þátttöku, allt fyrsta árs nemar í sálfræði við Háskóla Íslands á aldrinum 20-51 árs. Niðurstöður leiddu í ljós að óöryggir sýndu lægri væntingar til fjárhagsmarkmiða sem eru öfug áhrif miðað við tilgátur rannsóknar og á skjön við niðurstöður fyrri rannsókna. Þó kom einnig fram að óöryggir mældust með efnishyggnari gildi en sjálfsöryggir sem styður bæði tilgátu rannsóknar og niðurstöður fyrri rannsókna. Niðurstöður sýndu svo að ekki var munur á hópum hvað örlæti og sérdrægni varðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif sjálfsmisræmis á efnishyggin gildi og fjárhagsmarkmið.pdf | 490,88 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |