Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11805
Setkjarnar stöðuvatna eru oft rannsakaðir til að afla upplýsinga um fornar loftlagsbreytingar. Aldursgreining sem byggist á gjóskulögum hefur reynst vera einstaklega gott verkfæri til gerðar á aldurslíkönum á setkjörnum sem þessum (Guðmundsdóttir, 2010). Ritgerð þessi greinir frá rannsóknarferli og niðurstöðum gjóskurannsóknar sem gerð var á setkjarna úr stöðuvatni að nafni Kongressvatn á Svalbarða. Gjóska sem fannst í kjarnanum er talin eiga uppruna sinn í íslenskum eldgosum sem áttu sér stað á seinni hluta Nútímans (Holocene). Sýni voru tekin á fjórum mismunandi dýptarbilum í tveimur setkjörnum úr stöðuvatninu. Gjóska fannst í öllum sýnunum. Töluverður fjöldi gjóskukorna var í hverju sýni og báru öll kornin greinileg einkeinni gjósku. Til að staðfesta uppruna gjóskunnar þarf að gera viðeigandi efnagreiningu á henni. Niðustöður þessarar rannsóknar sýna fram á að gjóska getur verið mikilvægt verkfæri til aldursgreiningar á stöðuvatnaseti á Svalbarða. Framtíðar markmið rannsókna á borð við þessa er að smíða aldurslíkan fyrir stöðuvatnasetkjarna, byggt á
gjósku. Slíkt líkan væri hægt að bera saman við önnur aldurslíkön og þannig mögulega bæta aldursgreiningar á stöðuvatnsseti á Svalbarða. Auk þess má tengja gjóskuna örðum heimildum um loftslag þess tíma sem rannsakaður er og þannig auka skilning okkar á loftslagi á Svalbarða tug þúsundir ára aftur í tímann.
Tephrochronology has recently been proven to be an excellent chronological tool in palaeoclimate studies (Guðmundsdóttir, 2010). This thesis concerns cryptotephra that occurs at several depths in lacustrine sediment cores from Kongressvatn, Svalbard. For it to become of chronological value for the core, the tephra is linked to Icelandic volcanic events in the late Holocene. Tephra was found in all samples taken at four different depth ranges in two sediment cores from Kongressvatn. All samples had numerous grains of tephra with excellent tephra morphology. Most likely volcanic source was found for each depth but geochemical analysis are needed to confirm the origin of the tephra. These findings show that cryptotephra is a potential chronological tool on Svalbard. Our future goal is to be able to construct an age-depth model with tephra as the proxy data found in the lacustrine sediment cores. The model can then be correlated with other age models from different archives and thus potentially improve age constraint for lacustrine sediments on Svalbard. In addition to that, cryptotephra from lacustrine sediment cores can be
correlated with other Paleoclimatic archives and consequently enhance our understanding of the climate on Svalbard during the late Holocene.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hrafnhildur Héðinsdóttir pdf.pdf | 19.08 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |