is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11807

Titill: 
 • Belgjalosun
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar ritgerðar var að skoða notkun belgjalosunar m.a., líkur á að belgjalosun sé árangursrík aðferð til að koma af stað fæðingu, á hvaða tíma mælt sé með að losa um belgi, hvort Bishop score hafi einhver áhrif, hversu oft ætti losa um og hve langur tími líður frá belgjalosun til fæðingar. Hóað var saman nokkrum ljósmæðrum í rýnihóp til að fá innsýn í á hvaða tíma meðgöngunnar belgjalosun er oftast gerð, trú þeirra á áhrifum belgjalosunar, hvaða áhrif hún hefur á konurnar og við hvað þær miða við ákvarðanatöku um belgjalosun.
  Niðurstöður rannsókna benda til að belgjalosun sé áhrifarík til að koma í veg fyrir lengda meðgöngu og sérstaklega ef losað er oftar en einu sinni. Mestur árangur er þegar losað er við 41 viku. Bishope score virðist ekki skipta máli fyrir árangur belgjalosunar og þrátt fyrir óþægindi þá vilja konur láta losa um belgi hjá sér.
  Þátttakendur í rýnihóp voru sammála um að ekki ætti að losa um belgi fyrr en við 41 viku nema framköllun fæðingar væri ákveðin fyrr. Það var sameiginlegt mat þátttakenda að losa ekki um belgi á óhagstæðan legháls en öllum fannst belgjalosun virka vel. Einnig voru þátttakendur sammála um að fræðsla fyrir belgjalosun væri mjög mikilvæg.
  Belgjalosun er árangursrík aðferð til að koma í veg fyrir lengda meðgöngu. Fræðsla fyrir belgjalosun er mjög mikilvæg og taka verður tillit til hverrar konur fyrir sig.
  Lykilorð: Belgjalosun, fæðing, rýnihópar, Bishop score og lengd meðganga.

Samþykkt: 
 • 24.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Belgjalosun.pdf297.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna