is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11808

Titill: 
 • Líffræðileg nýting á jarðhitagasi
 • Titill er á ensku Biological utilization of geothermal gas
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Jarðhitagas, er aðallega samsett úr H2, H2S og CO2. Það er losað, sem afgas frá jarðhitaorkuverum. Ein leið til þess að hreinsa mengandi gastegundir eins og H2S og CO2 frá jarðhitamavirkjunum er að nýta örverur, sem hafa náttúrulega hæfileika til að vaxa á slíku gasi. Markmið þessa verkefnis var að þróa aðferðir til að rækta hitakærar örverur á jarðhitagasi frá jarðhitavirkjunum og binda það í lífmassa og föstum brennisteini. Með því væri gasið notað sem auðlind til framleiðslu afurða og um leið sem mengunarvörn. Rannsóknastofa var fyrst sett upp í orkuverinu á Nesjavöllum og seinna flutt á Hellisheiði. Bakteríur voru fengnar úr hverum og ræktaðar á gasinu í 10 L ræktunartönkum. Mismunandi ætissamsetningar og gashlutföll voru prófuð og mælingar gerðar á vexti örvera og lífmassaframleiðslu. Gerðar voru tilraunir í lokuðum ræktum og í síræktum og borin saman framleiðsla á brennisteini og brennisteinssýru við mismunandi ræktunaraðstæður. Tegundasamsetning ræktanna var rannsökuð með erfðagreiningu á 16SrRNA geni. Við mismunandi ræktunaraðstæður virtist sem stofn af Thiomonas sp væri ráðandi við oxun á H2S yfir í brennistein en stofn af Thiobacillus sp. væri ríkjandi við oxun brennisteins í brennisteinssýru. Besti árangurinn náðist í sírækt og fór lífmassi í 8 g/L og brennisteinsframleiðslan í 2 g/L/klst. Efnagreining sýndi að framleiddur lífmassi var um 75% prótein og að brennisteinninn væri >99% hreinn. Báðar afurðirnar voru án neinna mengandi efna og því gæti lífmassinn hentað vel í fóður og brennisteinninn í áburð. Gerð var tilraun með brennisteininn, sem áburð við ræktun á Klettasalati. Að lokum var unnið að hönnun og smíði á 2000 L loftknúnum (ALF) ræktunartanki fyrir tilraunaverksmiðju.

 • Útdráttur er á ensku

  Geothermal gas, which is mainly composed of H2, H2S og CO2, is released from geothermal power plants. Biological utilization of geothermal gas is one way to remove toxic or polluting gases like H2S and CO2 from the exhaust of the power plants. In this project the goal was to utilize geothermal gas, mainly hydrogen sulfide and carbon dioxide, and produce single cell protein and sulfur. The research was done, first in a small-scale laboratory at the Nesjavellir geothermal power plant, and later moved and continued at the Hellisheiði power plant. Thermophilic microbes from sulfide rich hot springs, were cultivated in a 10 L fermentor that received exhaust gas from the power plant. Different media compositions and gas mixtures were studied. Experiments were done both in batch and continuous cultures and growth and sulfur production monitored. Species composition of the cultures was studied with 16S rRNA molecular diversity analysis. Strains belonging to Thiomonas sp. and Thiobacillus sp. were found to dominate in the cultures under sulfide-oxidizing and sulfur-oxidizing conditions, respectively. The best results were obtained in continuous culture with biomass reaching up to 8 g/L and sulfur production up to 2 g/L/h. Chemical analysis showed that the produced biomass was 75% protein and the sulfur was >99% pure. Both were free from any toxic or polluting chemicals and therefore could be suitable for use in feed and fertilizer, respectively. The sulfur was tested as fertilizer for growing lettuce. At the end of the project, a 2000 L Airlift fermentor was designed and constructed.

Styrktaraðili: 
 • Tækniþróunarsjóður
  GEORG
  Umhverfis og orkurannsóknarsjóður Orkuveitu Reykjavíkur
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 25.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líffræðileg-nýting-á-jarðhitagasi.pdf2.31 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Þessi ritgerð verður að vera læst til 2023 en hægt er að hafa samband við höfund ef áhugi er á upplýsingum um verkefnið