en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11809

Title: 
 • Title is in Icelandic Proactive support of labor. The challenge of normal childbirth. Meðferðin, áhrif, árangur
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Verkefnið er fræðileg úttekt á meðferðinni „Proactive support of labour – The challenge of normal childbirth“ (PSL) með það að leiðarljósi að skoða áhrif meðferðar og árangur í fæðingum á sjúkrahúsi höfunda í Hollandi. Úttektin fólst einnig í því að skoða þætti sem tengjast þessari meðferð sem og nýlegar rannsóknir. Til samanburðar voru fengnar upplýsingar um hvernig meðferðin hefur virkað á fæðingardeildinni við háskólasjúkrahúsið í Osló. Heimilda var að mestu aflað í gegnum gagnasöfnin Pub-Med, Chinal og Google Scholar.
  Fræðimennirnir að baki PSL vilja sporna við aukinni sjúkdómsvæðingu í fæðingum sem og hækkandi tíðni keisaraskurða. Þeir vilja efla jákvæða upplifun konu af fæðingu sinni með því að veita einstaklingshæfða þjónustu, ásamt því að efla góða samvinnu ljósmæðra og lækna á hverjum stað fyrir sig.
  Verklag PSL hefur reynst vel og virðist lækka töluvert tíðni keisaraskurða, bæði á fæðingardeild höfunda og í Osló. Þá virðist meðferðin stuðla að minni notkun utanbastsdeyfinga og konur tjá góða upplifun af fæðingunni. Í ljósi þessa væri áhugavert að reyna PSL meðferðina hérlendis í þeim tilgangi að lækka tíðni keisaraskurða og ekki síður til að fækka utanbastsdeyfingum sem eru margfalt algengari hérlendis en á sjúkrahúsi höfunda.
  Lykilorð: frumbyrja, langdregin fæðing, Syntocinon® örvun, stuðningur ljósmóður, inngrip í fæðingu.

Accepted: 
 • May 25, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11809


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerð - Guðrún Ásta G.pdf608.43 kBOpenHeildartextiPDFView/Open