is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11811

Titill: 
  • Umönnun í sængurlegu. Reynsla og viðhorf kvenna
Útdráttur: 
  • Umönnun í sængurlegu getur mótað upplifun kvenna og fjölskyldna þeirra á því tímabili sem á að veita gleði og hamingju. Fræðsla, stuðningur, eftirlit og aðstoð á fyrstu vikum nýburans getur skipt sköpum og verkefni ljósmæðra því veigamikið. Þessi þjónusta hefur löngum verið nefnd í umræðu um niðurskurð og vangaveltur verið uppi um hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi þjónustunnar.
    Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og reynslu kvenna af þjónustu sem veitt er í sængurlegu bæði á fæðingarstofnun og eftir útskrift þegar heimaþjónusta ljósmæðra tekur við. Notast var við megindlegt rannsóknarsnið en markhópur rannsóknarinnar voru konur sem nýttu sér barneignarþjónustu á vormánuðum 2012. Notast var við þægindaúrtak og var svörun 23% (n=46) innan þeirra tímamarka sem verkefnið leyfði.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna ánægju kvennanna með þjónustuna og vilja um að henni sé viðhaldið. Fram kom marktækur munur á viðhorfum sængurkvenna til umönnunar innan stofnunar og heima þar sem viðhorfin voru marktækt jákvæðari gagnvart heimaþjónustunni (P<0,001). Vísbendingar komu fram um þætti sem styrkja mætti enn frekar í þjónustunni til að mæta þörfum ákveðins hóps kvenna og greina mætti frekar hvaða fræðsluþáttum væri sinnt innan stofnunar og hvaða þáttum væri sinnt af heimaþjónustu ljósmæðra.
    Lykilorð: Sængurlega, umönnun, ljósmóðir, samfella, heimaþjónusta, foreldrar og stuðningur.

Samþykkt: 
  • 25.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11811


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni Jóhanna Ólafsdóttir.pdf3.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna