is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11813

Titill: 
  • Líðan og starfsálag starfsmanna við umönnunarstörf fatlaðra. Hefur ögrandi hegðun íbúa áhrif á líðan starfsmanna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknar var að kanna vinnustreitu meðal starfsmanna við umönnunarstörf fatlaðra í Reykjavík. Einnig var kannað hvaða þættir í starfsumhverfi tengist líðan starfsfólks, en búist var við að starfsmenn upplifi vinnustreitu vegna áhættu á ögrandi hegðun íbúa eða vistmanna.
    Þátttakendur voru 104 starfsmenn sambýla og annarra húsnæðisúrræða fyrir fatlaða hjá velferðasviði Reykjavíkurborgar. Norræni spurningarlistinn um sálfélagslega þætti í starfi og þunglyndis, kvíða og streitukvarðinn voru lagðir fyrir þátttakendur ásamt þremur spurningum um ögrandi hegðun íbúa eða vistmanna.
    Niðurstöður sýna að almennt er líðan starfsmanna ágæt en um 2,9% skora yfir alvarleikamörkum þunglyndis og kvíða og 4,8% yfir alvarleikamörkum streitu. Sálfélagslegir þættir sem hafa skýrust tengsl við líðan starfsmanna eru óskýr hlutverk, ákvarðanafrelsi starfsmanna, félagslegur stuðningur yfirmanna, hvetjandi og réttlát stjórnun, frumkvæði, misrétti og starfsmannastefna innan vinnustaðarins ásamt neikvæðum áhrifum krafa í starfi á fjölskylduna. Ekki kemur fram kynjamunur. Stjórnendum líður almennt betur heldur en almennum starfsmönnum og eru síður fórnarlömb eineltis. Eftir því sem starfsmenn vinna fleiri klukkustundir á viku þá hafa þeir meiri áhyggjur og hafa oftar lent í að íbúi eða vistmaður ógni þeim. Ögrandi hegðun fatlaðra hefur miðlungs til sterka fylgni við líðan starfsmanna, eftir því sem ögrandi hegðun fatlaðra eykst á vinnustaðnum þá eykst vanlíðan starfsmanna. Þeir starfsmenn sem hafa áhyggjur af ögrandi hegðun og hafa verið ógnað finna fyrir meiri vanlíðan heldur en aðrir starfsmenn. Ögrandi hegðun eða áhyggjur af því að íbúar sýni ögrandi hegðun eru streituvaldar meðal starfsfólks er vinnur á heimilum fyrir fatlaða og sú streita sem starfsmenn finna fyrir er eðlileg viðbrögð við ógnandi eða hættulegum aðstæðum.

Samþykkt: 
  • 25.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11813


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs-lokaverkefnisálfræði-sóleysvansdóttir.pdf753.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna