Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11815
Markmið þessa verkefnis var að athuga tengsl þunglyndis og offitu, athuga sameiginlega orsakaþætti sjúkdómanna og fylgisjúkdóma. Teknar voru fyrir 10 rannsóknir í þessu verkefni og var heildarfjöldi þátttakenda í öllum rannsóknunum á bilinu 203 til 33.000 (N= 105.040). Þáttakendur í rannsóknunum voru á aldursbilinu 6-102 ára. Tvær af greinunum voru yfirlitsgreinar, annars vegar samantekt 15 greina (8) um viðfangsefnið og hinsvegar yfirlit yfir 23 greinar (2). Níu rannsóknir voru þversniðnar (1,3,4,6-11) og tvær íhlutandi (2,5). Í rannsóknunum voru könnuð tengsl þunglyndis og yfirþyngdar (líkamsþyngdarstuðull 25 -29,9) og tengsl þunglyndis og offitu (líkamsþyngdarstuðull ≥30). Þátttakendur tóku ýmist þátt í mánaðarupprifjun um atferli og hegðun eða tóku þátt í langtímarannsóknum og mættu í viðtöl og mælingar reglulega. Í rannsóknunum var notast við K-SADS þynglyndisskala til að meta alvarleika þunglyndis hjá einstaklingum og offita var mæld sem líkamsþyngdarstuðull yfir 30. Niðurstöður rannsóknanna sýndu flestar martæk tengsl á milli þunglyndis og offitu og má álykta út frá niðurstöðum að tengsl eru til staðar á milli sjúkdómanna.
Leitarorð í rannsókninni voru offita, kviðfita, líkamsþyndarstuðull, þunglyndi, þunglyndiseinkenni, serótónín, ónæmiskerfi og þyngdarstjórnun.
Abstract
The objective of this report was to evaluate the association between depression and obesity, and discuss their causes and the diseases they have in common. Ten studies were evaluated in this report and participants were 203-33.000 (N=105.040) in all of the studies. Age of participants was from 6-102 years old. Two of the studies were systematic reviews, one based on 15 studies (8) and the other on 23 studies (2). Nine studies were cross-sectional (1,3,4,6-11) and two were intervention studies (2,5). In the studies, the association between depression and obesity and depression and overweight were examamined. Major depressive symptoms were evaluated using a modified version of the K-SADS questionnaire and obesity was defined as BMI greater than 30. People were interviewed regularly and weighed by professionals. The results suggested that there is a positive association between depression and obesity.
Keywords in this report where obesity, belly fat, body mass index, depression, depressive symptoms, serotonin, immune system, and weight control.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tengsl þunglyndis og offitu.pdf | 405.72 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |