en English is Íslenska

Thesis Iceland Academy of the Arts > Hönnunar- og arkitektúrdeild > Lokaritgerðir (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11820

Title: 
  • Title is in Icelandic Mynd segir meira en þúsund orð
Submitted: 
  • January 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð verður leitað svara við spurningunum: Hvernig er saga sögð án orða? Getur sú saga orðið jafn merkingarbær og saga sögð í orðum? Hver er munurinn er á upplifun þessara frásagnarforma. Ég hef ritgerðina á að fara í fljótu bragði yfir sögu myndasögunnar. Þá ræði ég samspil orða og mynda, skoða hvernig lesandi upplifir tíma í myndasögum og hvernig flæði fæst í söguna með samhengi myndaramma. Þar á eftir fjalla ég um hvernig lesandi er settur inn í söguna og hvernig stílbrögð eru notuð til þess að miðla hughrifum til hans. Í umfjölluninni tek ég fyrir orðalausu myndasöguna The Arrival eftir ástralska listamanninn Shaun Tan, og greini hana með því markmiði að varpa ljósi á hvaða tækni höfundur notar í sögufrásögn sinni. Bókin er saga ónafngreinds manns sem kveður fjölskyldu sína og hefur för að nýju lífi í landi sem er ólíkt öllu sem hann hefur áður kynnst. Tan sleppir allri notkun orða til að veita lesandanum betri tilfinningu fyrir þeim aðstæðum sem sögupersónan er í. Sögupersónan býr í landi þar sem orðin verða merkingarlaus og hið sjónræna verður miðill hans til skilnings. Þegar orðalaus myndasaga er vel útfærð, eins og The Arrival, getur hún vissulega orðið jafn merkingarbær og saga sögð í orðum en grundvallar munur er þó á upplifun á þessum tveimur tjáningarleiðum. Orðalaus myndasaga er mun opnara frásagnarform heldur en skrifaður texti þar sem hún matar lesandann ekki af upplýsingum heldur veitir honum rými til eigin túlkunar. Sagan er ákveðinn strigi sem lesandinn málar á með hugsunum sínum og tilfinningum. Aðeins með því að gefa sér tíma til að lesa í myndirnar er lesandanum verðlaunað með merkingarbærri sögu. Þá verður ljóst að mynd er vissulega ígildi þúsund orða.

Accepted: 
  • May 25, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11820


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerd.pdf988.61 kBOpenHeildartextiPDFView/Open