is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11821

Titill: 
  • Áhrif rytmískrar tónlistar á nútímatónsköpun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð eru rannsökuð áhrif rytmískrar tónlistar1 á tónsköpun
    nútímatónskálda. Tekin voru viðtöl við fjögur íslensk tónskáld sem eiga það öll
    sameiginlegt að hafa bakgrunn í rytmískri tónlist. Rauði þráður ritgerðarinnar felst
    einkum í samanburði á birtingarmynd áhrifa rytmískrar tónlistar í nútímatónlist hjá
    þessum tónskáldum. Til kynningar er einnig fjallað stuttlega um flokkun tónlistar,
    meginhugtök rannsóknarinnar skilgreind auk þess sem fjallað er almennt um
    samblöndun fyrrnefndra tónlistargreina.
    Rannsóknin byggðist á viðtölum við tónskáldin Árna Egilsson, Hafdísi Bjarnadóttur,
    Hróðmar Inga Sigurbjörnsson og Jónas Tómasson. Við gerð spurninga var stuðst við
    fjögur kennimerki, eða mögulega þætti, sem gætu verið undir áhrifum frá rytmískri
    tónlist, en þau voru: hljóðfæraskipan, tónstigar, hrynur og tæknileg atriði. Í ritgerðinni
    má finna samantekt úr öllum viðtölum við tónskáldin og stutta greiningu á einu verki
    hvers höfundar þar sem farið er yfir áðurnefnd kennimerki. Niðurstöður leiða í ljós að
    tónskáldin notfæra sér áhrif frá bakgrunni sínum á mjög misjafnan hátt, og í
    misjöfnum mæli. Þó er einnig að finna ýmsa sameiginlegi þætti í tónlist þeirra. Í lok
    ritgerðarinnar er tónlistin borin saman, annars vegar með tilliti til kennimerkjanna og
    hins vegar til mismunandi bakgrunns tónskáldanna. Af niðurstöðunum má draga þá
    ályktun að tónskáld hafi í raun val hvort að þau nýti sér áhrif frá bakgrunni sínum í
    rytmískri tónlist, en slík áhrif geta skipað stóran sess í nútímatónsköpun
    samtímatónskálda.
    Ég tel að öll tónlistarreynsla, sama hvaðan hún kemur, hafi áhrif, bein eða óbein, á
    tónsköpun tónskálda. Það er svo val tónlistarmannsins hvaða þætti hann notar til
    tónsköpunar, og hvenær hann kýs að nýta sér þá þekkingu sem hann hefur aflað sér.

Samþykkt: 
  • 25.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf178,61 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna