is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11823

Titill: 
 • Þekking og viðhorf ljósmæðra til fósturskimana
Útdráttur: 
 • Erlendar rannsóknir gefa til kynna að þekking heilbrigðisstarfsmanna á fósturskimun sé ábótavant. Viðfangsefnið hefur ekki verið rannsakað áður hér á landi og því mikilvægt rannsóknarefni svo hægt sé að þróa og bæta þjónustu við verðandi foreldra enn frekar.
  Tilgangur þessa rannsóknarverkefnis er að kanna þekkingu og viðhorf heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með barnshafandi konum á meðgöngu til fósturskimana og fósturgreiningar. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunum: Hver er þekking ljósmæðra á fósturskimun? og hvert er viðhorf ljósmæðra til fósturskimana?
  Notuð var megindleg aðferð til að nálgast viðfangsefnið og byggt á lýsandi sniði. Í þýði voru allar ljósmæður, heimilislæknar og fæðinga- og kvensjúkdómalæknar sem sinna
  meðgönguvernd á Íslandi. Alls náði rannsóknin til 88 ljósmæðra, 173 heimilislækna og 36 fæðinga- og kvensjúkdómalækna en einungis verður unnið úr svörum 50 ljósmæðra í þessu verkefni. Gögnin voru slegin inn í SPSS, 18. útgáfu, og notuð lýsandi tölfræði til framsetningar á niðurstöðum.
  Almennt var viðhorf ljósmæðranna til fósturskimana jákvætt og töldu þær að upplýsa ætti allar barnshafandi konur um möguleikann á fósturskimun snemma á meðgöngu. Þekking ljósmæðranna á viðmiðunarmörkum og líkum á frávikum var ábótavant og aðeins um 60% þeirra hafði þekkingu á jákvæðum og neikvæðum niðurstöðum úr skimprófum. Um 60% ljósmæðranna fannst þekking sín varðandi fósturskimun vera fullnægjandi. Fram kom að
  langflestar ljósmæðurnar (90%) myndu þiggja meiri fræðslu um fósturskimun stæði hún til boða. Niðurstöðurnar benda til mikilvægi þess að þróa fræðsluefni og námskeið fyrir fagfólk varðandi fósturskimun og samræmast niðurstöðurnar að hluta til erlendum rannsóknum.
  Lykilorð: Fósturskimun, þekking, viðhorf, ljósmæður.

Samþykkt: 
 • 25.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11823


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni pdf.pdf617.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna