is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11825

Titill: 
 • Stunguóhöpp, líkamsvessamengun og bit meðal starfsfólks Landspítala á árunum 1986-2011. Lýsandi rannsókn
 • Titill er á ensku Needle stick injuries, bodyfluid exposure and bites among health care workers in Landspitali University Hospital during the years 1986-2011. A descriptive study
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur Heilbrigðisstarfsmenn geta smitast af lifrarbólgu B, lifrarbólgu C eða HIV í vinnu sinni verði þeir fyrir stunguóhappi, líkamsvessamengun eða biti (atvik) frá smitandi sjúklingi (áhættuatvik). Algengustu tildrög stunguóhappa tengjast holum nálum og smithættan er mest í tengslum við þær. Markmið rannsóknarinnar voru þrjú. Draga fram mynd af atvikum meðal starfsmanna Landspítala (LSH). Greina hlutfall áhættuatvika og hve margir starfsmenn hafa smitast í kjölfar þeirra. Meta áhrif klínískra leiðbeininga um viðbrögð við stunguóhappi eða líkamsvessamengun.
  Aðferð Rannsóknin er afturskyggn lýsandi nýgengisrannsókn. Unnið var úr tilkynningum atvika frá starfsmönnum LSH fyrir tímabilið 1986-2011. Hlutfall atvika var reiknað eftir aldri, kyni, starfsstéttum og tildrögum, hlutfall áhættuatvika var reiknað af öllum atvikum. Reiknað var p-gildi og 95% öryggisbil fyrir mun á hlutföllum starfsstétta og tildrögum atvika á LSH og sjö erlendra rannsókna. Einnig var reiknað p-gildi og 95% öryggisbil fyrir mun á hlutföllum starfsmanna og sjúklinga sem fóru í blóðprufur eftir atvik, fyrir og eftir innleiðingu klínískra leiðbeininga.
  Niðurstöður Alls voru tilkynnt 3587 atvik á tímabilinu, af þeim voru 94 áhættuatvik (2,6%) sem oftast voru tengd sjúklingi með lifarbólgu C (64,9%). Í tveimur tilvikum smituðust starfsmenn af HCV eða í 3,2% tilvika þegar sjúklingur var smitandi af lifrarbólgu C. Hlutfall starfsmanna sem fóru í blóðprufur eftir atvik hækkaði marktækt eftir innleiðingu klínískra leiðbeininga (p<0,001) og einnig hlutfall sjúklinga (p<0,001). Tildrög atvika á LSH voru frábrugðin því sem kemur fram í erlendum rannsóknum og hlutfall tilkynninga frá læknum og læknanemum var lágt. Holar nálar tengdust stunguóhöppum í 54,7% tilvika.
  Ályktun Þar sem meira en 50% stunguóhappa tengjast holum nálum má vænta þess að innleiðing öryggisnála og öryggishluta fækki marktækt stunguóhöppum tengdum holum nálum. Fræðsla um grundvallarsmitgát, rétta umgengni við beitta og oddhvassa hluti og mikilvægi tilkynningar á atviki er nauðsynleg.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction Needle stick, body fluid exposure and bites (injury) put health care workers (HCW) at risk of hepatitis B, C and HIV infections. Most needle stick are caused by hollow needles and the highest infection risk is by hollow needles. The aim of the study is to descripe injury rate among HCW at Landspitali University Hospital (LUH). Descripe infections rate among HCW at LUH. Evaluate the effects of clinical guidelines concerning needle stick injuries and body fluid exposure.
  Methods Retrospective descriptive study of analyzed reported injuries during 1986-2011. Injuries proportion was calculated according to HCW profession‘s age, gender and origins of injuries. Proportion of high risk injuries was calculated upon total injuries. Confident interval and p value were calculated for the difference amongst various professions and origins of injuries in LUH and seven international studies. Furthermore, comparable calculations between HCW and patients were undertaken by comparing blood samples taken before and after the introduction of clinical guidelines.
  Results Injuries of 3587 were reported and calculated. High risk injuries were 94 or 2,6% of total injuries, 64,9% of them were related to hepatitis C infections. Two occurrences of HCW became infected from hepatitis C or 3,2% of total infected hepatitis C patients. Furthermore, significantly higher rate of HCW (p<0,001) and patients (p<0,001) undertook blood samples test after introduction of clinical guidelines. Incidents at LUH were significantly different in comparison to international studies. Few reports were from physicians and medical students. Hollow needles caused 54,7% of needle stick injuries.
  Conclusion Since hollow needles caused more than 50% of needles stick injuries, introduction of saftey needles and safety devices can significantly reduce needle stick injuries at LUH. Education concerning standard precaution, handling of needles and sharp devices are crucial, and it is critical to report to reduce infection risk.

Styrktaraðili: 
 • Velferðarráðuneytið (áður heilbrigðisráðuneytið) styrkti gerð gagnagrunnsins sem rannsóknin byggir á.
Samþykkt: 
 • 25.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11825


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stunguohopp_21052012_2.pdf4.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna