is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11826

Titill: 
  • Gróðurkortlagning og breytingar á útbreiðslu lúpínu í Húsavíkurlandi 1977 - 2007
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ágengar tegundir eru álitnar raska vistkerfum og ógna líffræðilegri fjölbreytni innan þeirra. Þar á meðal er alaskalúpína sem er skilgreind sem ágeng framandi tegund og vex nú víða á Íslandi. Hún hefur mikið verið notuð hér á landi til uppgræðslu lands og reynst afar vel sem slík. En lúpínan dreifir sér einnig inn í vel gróið land, landsvæði sem ekki var gert ráð fyrir að hún myndi leggja undir sig og breytir gróðurframvindu innan þess í kjölfarið. Dæmi um slíkt er útbreiðsla lúpínu í Húsavíkurlandi sem hefur aukist umtalsvert síðan henni var þar fyrst plantað árið 1966.
    Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt. Annars vegar að kortleggja breytingar á útbreiðslu lúpínu í landi Húsavíkur á tímabilinu 1977 - 2007 og hins vegar að fá yfirlit yfir gróðurfar Húsvíkurlands fyrir tíma lúpínunnar. þannig fengist vitnisburður um þau gróðurlendi og landgerðir sem lúpínan hefur dreift sér um. Kortlagt var eftir loftmyndum og niðurstöður sýna að heildarflatarmál lúpínubreiða jókst úr 0,3 ha árið 1977 í 67 ha lands árið 1998. Árið 2007 var flatarmál lúpínu 278 ha sem nemur 12% af rannsóknarsvæðinu og hafði u.þ.b. fjórfaldast á 10 árum. Hún hafði dreift sér óhindrað innan lítt gróinna melasvæða þar sem henni hafði aðallega verið sáð en einnig inn á vel gróið land. Lyng- og fjalldrapamói með krækilyng og bláberjalyng sem ríkjandi tegundir eru algengustu gróðursamfélögin sem lúpínan hefur dreift sér um. Með óheftri útbreiðslu mun lúpínan halda áfram að leggja undir sig mela og mólendi í landi Husavíkur og draga úr tegundaauðgi innan gróðurlenda.

Samþykkt: 
  • 25.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11826


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grodurkortlagning_lokautgafa.pdf3.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna