en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11832

Title: 
 • Title is in Icelandic Óhugnaður í hverri sveit. Birtingarmynd myrkrar ferðamennsku á Íslandi
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari rannsókn var reynt að varpa ljósi á birtingarmynd myrkrar ferðamennsku á Íslandi og þeir staðir sem sem tengjast óhugnaði kannaðir nánar. Einnig var reynt að svara því hvort verið væri að nýta slíka staði í ferðamennsku og hvaða möguleikar væru í boði fyrir slíka ferðamennsku á Íslandi.
  Tekin voru viðtöl við 4 viðmælendur þar sem þátttakendur voru valdir út frá sérþekkingu og störfum tengdum menningararfi og því sem skilgreina mætti myrka ferðamennsku. Farið var í gagnaöflun þar sem allir landshlutar voru kannaðir til að afla upplýsinga um þá staði sem tengjast óhugnaði á Íslandi og þeir kortlagðir. Í rannsókninni var einnig notast við tvær greiningaraðferðir til að greina fjölbreytileika og mismunandi staðsetningar á myrkri ferðamennsku og þar sem reynt var að sýna fram á að myrkir staðir séu mismunandi myrkir eftir tegundum þeirra.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ekki er verið að nýta myrka ferðamennsku á skipulagðan hátt á Íslandi en óhugnaður er til á mörgum stöðum. Til að mynda var nefnt að það væri hægt að nýta betur söguna frá 19. og 20. öld þar sem margir myrkir atburðir áttu sér stað. Sögur af sjóslysum, náttúruhamförum, farsóttum og fleira væri hægt að nýta í tengslum við ferðamennsku með ýmsum söfnum og sýningum. Í dag er verið að nýta nokkra staði og viðburði sem tengjast myrkri ferðamennsku en þar má nefna Draugasetrið á Stokkseyri, Draugagangan í Reykjavík og Galdrasýningin á Hólmavík. Í rannsókninni voru nefndir 42 staðir á Íslandi sem hugsanlega væri hægt að flokka undir myrka ferðamennsku. Þegar notast var við greiningaraðferðirnar tvær kom í ljós að hægt var að fá nokkra mynd af því hversu myrkur ferðamannastaðurinn er en sumir staðir eru samblanda af nokkrum tegundum og því getur verið erfitt að staðsetja þá. Flokkun tegunda myrkrar ferðamennsku gæti því þurft að vera skýrari og stilla þurfi breytunum meira til að hægt sé að miða við það fjölbreytta úrval myrkrar ferðamennsku sem í boði er.
  Lykilorð: Myrk ferðamennska, óhugnaður, tækifæri, dauði, ferðaþjónusta, Ísland.

 • This paper explores how dark tourism is portrayed in Iceland. Furthermore, it attempts to answer questions on how places of horror can be utilized in connection to tourism and also what possibilities there are for that kind of tourism in Iceland.
  Interviews were done with four different participants, who were chosen because of their unique knowledge and work related to cultural heritage, which could be described as dark tourism. Information was gathered about all places that are connected to horror in Iceland and marked on a map. Two types of analysis were used in this research to analyze the difference and different locations of dark tourism in order to show that some places are darker than others.
  The results show that the dark tourism is not being organized properly, and that there are many places of horror in Iceland to utilize. For example, it was pointed out that 19th and 20th century history could be better used as sources, since many horrors occurred during that time. Tales of tragedy at sea, natural disasters, epidemics and such could be shown at museums and other displays as dark tourism attractions. Today there are a few places and events being used for dark tourism, for example; the Haunted House at Stokkseyri “Draugasetrið á Stokkseyri”, the Haunted Walk of Reykjavík “Draugaganga í Reykjavík” and the House of Witchcraft in Hólmavík “Galdrasýningin á Hólmavík”. The research points out 42 places in Iceland that could be used for dark tourism. Using the two types of analysis, it was possible to define how dark the tourist attraction was. Some locations are a mixture of dark types, and can be difficult to pinpoint. Therefore, the categorization of dark tourism could be done more accurately. Specifically, the matrix of categories should be broadened, so that a wider variety of dark tourism would become available.
  Keywords: Dark tourism, horror, opportunity, death, tourism, Iceland.

Accepted: 
 • May 25, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11832


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ohugnadur_i_hverri sveit.pdf961.37 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Kort_Vidauki1.pdf1.29 MBOpenFylgiskjölPDFView/Open