is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11834

Titill: 
  • Framtíðarverkefni hönnuða : með endurnotkun og sjálfbærni að leiðarljósi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Endurnotkun og endurvinnsla er hluti af hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Hugmyndafræði sem gengur út á það að maðurinn gangi ekki svo á náttúruna að komandi kynslóðir beri skaða af. Endurnotkun hefur marga kosti. Hún dregur úr úrgangi, sparar orku og efnisnotkun. Á Íslandi hafa nytjamarkaðir blómstrað á síðustu árum sem hefur ýtt mjög undir endurnotkun fatnaðs, húsgagna og tækja. Erlendir og íslenski hönnuðir hafa í æ ríkari mæli lagt áherslu á endurnotkun og vistvæna hönnun. Endurvinnsla er sú aðferð að flokka sorp og brjóta niður efni í agnarsmáar einingar og búa til nýtt nýtilegt efni. Helstu efni sem eru flokkuð til endurvinnslu á Íslandi eru plast, gler, pappír og málmar og er stærsti hluti þess fluttur til útlanda og endurunnin þar. Markmið með flokkun úrgangs er að draga úr magni úrgangs sem fer til förgunar og hækka um leið hlutfall sorps sem fer til endurvinnslu eða endurnýtingu. Sjálfbær þróun felur í sér að velferð komandi kynslóða byggist á samspili og jafnvægi náttúrulegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Velsældin byggir á náttúruauðlindum og núverandi kynslóðir mega ekki ganga á þær.
    Hönnuðurinn Tejo Remy hefur vakið töluverða athygli fyrir hönnun sína. Hönnun hans byggist mikið á hráefnum sem eru endurnýtt og sett í nýtt samhengi. Hann ásamt félaga sínum Rene Veenhuizen hafa verið mjög gagnrýnir á neyslusamfélagið og vilja vekja almenning og hönnuði til vitundarvakningar. Hönnuðir eiga að nota ímyndunarafl sitt og hugvit til að nýta það sem hendi er næst og búa til eitthvað nýtt. Fjallað er sérstaklega um þrjú verka þeirra Chest of Drawers, Rag Chair og Brain Rug.
    Skiptar skoðanir eru á því hversu mikil áhrif hönnuðir geti haft á samfélagið. Sumir telja hönnuði vera áhrifalitla og aðeins styðja þá efnhags og hugmyndafræði sem er ríkjandi. Til þess að hönnuðir geti haft áhrif verða þeir að skilja breidd sjálfbærni og þróa aðferðir til að þróa sjálfbærar lausnir. Þeir þurfa að beita þessum aðferðum í starfi sínu og vera talsmenn og áhrifavaldar á viðskiptavini, hagsmunaaðila og framleiðendur.

Samþykkt: 
  • 25.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf849.85 kBLokaðurHeildartextiPDF