is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11835

Titill: 
  • Opin í báða enda : leikföng sem skilja eitthvað eftir fyrir ímyndunaraflið
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leikföng eru jafn misjöfn og þau eru mörg. Hlutverk þeirra er líka margþætt og getur verið allt frá því að gleðja augað og til þess að hjálpa börnum að ná ákveðnum þroska. Mismunandi leikir og leikföng efla ólíka þætti í þroska barna. Hér fjalla ég um leikföng, leiki og hinar ýmsu hliðar þeirra og hversu misjöfnum og fjölbreyttum tilgangi þau þjóna. Það er í eðli manna að leika sér. Fyrsti leikur ungabarns er að reyna að grípa í fingur og hár þess sem heldur á því heldur. Leikur hjálpar mannfólki við að ná félagslegum og vitsmunalegum þroska. Spendýrum almennt er eðlislægt að leika sér, hjá þeim gegnir leikur því hlutverki að kenna þeim að bjarga sér, afla fæðu og læra að hegða sér meðal annarra dýra. Við höfum ekki alltaf haft leikföng í þeirri mynd sem við þekkjum í dag, en samt hefur maðurinn alltaf fundið sér eitthvað til að leika sér með. Ég held að fólk í dag ætti einmitt að reyna að sjá leiki og leikföng út úr því sem er í náttúrunni. Leikur á að snúast um frelsi, sköpun og ímyndun. Hér á eftir verður lögð áhersla á leikföng sem leyfa ímyndunarafli barna að njóta sín og gefur þeim frelsi til að leika sér, hverju og einu á sinn einstaka hátt. Einng fjalla ég um hönnun og hönnuði leikfanga og stuttlega um öryggi og hvað þarf að hafa í huga við efnisval.

Samþykkt: 
  • 25.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf402.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna