Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11843
Í hinu almenna tónsmíðanámi er ekki gerð krafa um mikla kunnáttu í Hljóðskynjunarfræði. Hljóððelisfræði er aðeins kynnt en sú spurning er sjaldnast spurð af hverju við heyrum hljóðin eins og þau eru, hvaða eiginleikar hljóðs eru þeir sem gera því kleift að vera með einkennandi hljóm? Mörg tónskáld hafa lagt þetta fag fyrir sig og með aukinni tækni og möguleikum í hljóðgreiningu mynduðust hópar tónskálda í kringum miðja tuttugustu öldina sem nýttu sér eiginleika hljóðsins til hins ýtrasta og má nefna sem dæmi Gérard Grisey og Tristan Murail. Samt sem áður hefur hljóðskynjunarfræðin ekki náðalmennri útbreyðslu, kannski vegna þess að hún er flókið fag, sem er erfitt að kafa djúpt ofan í. Áhugavert væri að skoða hvort hljóðskynjunarfræðin nýtist til almennrar notkunar. Jafnframt er hægt aðskoða áhrif eins og hulinn tóna sem eru tónar sem geta hulið aðra tóna í yfirtónagreingu á hljóðfærum, Haas áhrifin og ýmis konar aðra eiginleika hljóðsins til að komast aðþví hvort aðkunnátta í hljóðskynjunarfræðinni sé í raun og veru praktískt til notkunar viðtónsmíðar. En aðalútgangspunkturinn í þessari ritgerðer hvort hljóðskynjunarfræðin sé praktísk þegar kemur aðþví aðútsetja tónlist. Sú niðurstaða sem ég hef komist að eftir gagnasöfnun, umfjöllun og mælingar er að þó Það sé fræðilega hægt aðnýta sér hljóðskynjunarfræðina við útsetningar sé það varla praktískt. Ástæðan er aðallega sú að maðurinn er ekki fullkominn og mannleg mistök eru of mörg og mismunandi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd.pdf | 698.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |