Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11844
Hér var athugað hvort persónuleiki afreksfólks og uppeldi foreldra hefðu áhrif á árangur, einnig var skoðað hvort árangur í íþróttum og tónlist tengdist lífsgæðum. Fyrsta tilgátan er að afreksfólk í íþróttum mælist úthverfara en samanburðarhópur á NEO-FFI persónuleikaprófinu. Önnur tilgátan er að afreksfólk í tónlist mælist síður taugaveiklað en þó úthverfara og samviskusamara, einnig að það skeri sig úr á víðsýnikvarða. Þriðja tilgátan er að uppeldishættir foreldra afreksfólks bæði í íþróttum og tónlist einkennist af tilfinningalegri hlýju og ekki höfnun frá foreldum samkvæmt S-EMBU uppeldisháttaprófinu. Fjórða og síðasta tilgátan er sú að afreksfólk í íþróttum og tónlist mælist með meiri lífsgæði en aðrir á QOLS lífsgæðakvarðanum. . Þátttakendur voru 301 háskólanemi. Þeir svöruðu fjórum spurningalistum, NEO-FFI persónuleikaprófinu, S-EMBU spurningalistanum um uppeldishætti foreldra, QOLS lífsgæðakvarðanum og spurningalista sem metur afrek í íþróttum á þriggja punkta kvarða og afrek í tónlist á tveggja punkta kvarða. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að persónuleiki hafi ekki áhrif á árangur í íþróttum, afreksfólk í tónlist sé víðsýnna og mælist lægra á taugaveiklunarkvarðanum en aðrir, tilfinningaleg hlýja föður hefur samvirkniáhrif á árangur í íþróttum og tónlist og þeir sem náð höfðu árangri í íþróttum nutu meiri lífsgæða en aðrir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Afreksfolk i ithrottum og tonlist.pdf | 448.69 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |