is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11846

Titill: 
  • Þættir sem stuðla að bættri næringu og hreyfingu unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölbreytt og næringarrík fæða ásamt reglulegri hreyfingu á unglingsárum getur lagt grunn að heilsusamlegum lífsstíl sem einstaklingurinn býr að alla ævi. Markmið þessarar fræðilegu samantektar var að skoða næringu og hreyfingu meðal 13-16 ára unglinga og þá þætti sem stuðla að bættri næringu og hreyfingu. Næring íslenskra unglinga er oft á tíðum einhæf og næringarsnauð, þeir neyta viðbætts sykurs í miklu magni og sleppa gjarnan mikilvægustu máltíð dagsins, morgunmatnum. Ávaxta- og grænmetisneysla er auk þess með því lægsta sem gerist í Evrópu. Á unglingsárunum dregur úr hreyfingu og í kringum 12 – 13 ára aldurinn eykst brottfall unglinga úr skipulagðri íþróttastarfsemi. Í ljósi þessara þátta er nauðsynlegt að stuðla að heilsueflingu unglinga og er það hlutverk samfélagsins í heild. Skólahjúkrunarfræðingar ásamt foreldrum og vinum gegna þar mikilvægu hlutverki. Hlutverk skólahjúkrunarfræðinga er meðal annars að veita nemendum fræðslu um næringu og hreyfingu. Fræðslan verður að vera stutt, hnitmiðuð og myndræn og verður að höfða til viðeigandi aldurshóps.

Samþykkt: 
  • 29.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11846


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð-skemman.pdf393.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna