is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11849

Titill: 
 • Heima er best. Reynsla aldraðra af að búa við langvinna hjartabilun
Skilað: 
 • Júní 2012
Útdráttur: 
 • Það er stefna íslenskra stjórnvalda að aldraðir geti búið heima hjá sér við eðlilegt heimilislíf eins lengi og unnt er. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er það eindregin ósk aldraðra sjálfra að heimaþjónusta sé elfd. Í verkefninu var skoðuð reynsla einstaklinga með langvinna hjartabilun af því að búa heima með viðeigandi aðstoð og stuðningi. Í erlendum rannsóknum hefur verið staðfest, að með ráðgjöf og aðstoð frá starfsfólki í heilbrigðisþjónustu, er hægt að fækka dögum þar sem sjúklingar með langvinna hjartabilun liggja á sjúkrahúsi. Ennfremur lengja líf þeirra.
  Gagna var aflað og unnið úr niðurstöðum þessarar eigindlegu rannsóknar í samræmi við heimspekistefnuna um túlkandi fyrirbærafræði (hermeneutical phenomenology). Þátttakendur voru fjórir aldraðir einstaklingar með hjartabilun á stigi III og IV. Við greiningu viðtalanna var notuð kenning sem nefnd er „Normalization process theory“ sem felur í sér fjögur mismunandi þemu. Markmiðin með rannsókninni voru að kanna líðan sjúklinganna og greina frekari leiðir til úrbóta við hjúkrun þeirra.
  Helstu niðurstöður voru að mikil þörf er á markvissum meðferðum við hjúkrun sjúklinganna. Þar má nefna meðhöndlun líkamlegra einkenna, fræðslu, eflingu sjálfsumönnunar, stuðning, mat á sálrænum einkennum og félagslegum vandamálum. Einnig er þörf fyrir stuðning við trúariðkun. Mikilvægt er ennfremur að styðja aðstandendur sem geta verið undir álagi við að annast um sjúklinginn og fræða þá um leiðir til að létta umönnunina. Þar sem um sérhæfða hjúkrun er að ræða verður að hvetja hjúkrunarfræðinga á sviðinu til að stunda endurmenntun. Þannig verða þeir m.a. betur í stakk búnir við að fræða og styðja sjúklinga og aðstandendur.
  Lykilorð: Langvinn hjartabilun, heimahjúkrun, meðferðarleiðir, "Normalization process theory".

Athugasemdir: 
 • Verkefni þetta er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem hófst árið 2009 og er unnið í samstarfi Háskóla Íslands, Heimaþjónustu Reykjavíkur og Landspítala.
Samþykkt: 
 • 29.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11849


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverk_skemman_sent.pdf261.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna