is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11852

Titill: 
  • Málþroskapróf HTÍ: Undirbúningur stöðlunar á málþroskaprófi fyrir börn á aldrinum 2;0-4;0 ára
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Talmeinafræðinga hefur lengi skort áreiðanleg mælitæki stöðluð að íslensku þýði. Um árabil hefur verið stuðst við erlend viðmið, sem eykur hættu á of- eða vanmati skjólstæðinga. Börn með málþroskaraskanir eru stór hluti skjólstæðinga talmeinafræðinga og nauðsynlegt að hafa áreiðanleg mælitæki til að meta málþroskafrávik þeirra. Málþroskapróf hér á landi sem styðjast við íslensk viðmið eru aðeins þrjú og þar af eru tvö komin til ára sinna. Með þróun nýs málþroskaprófs sem byggt er á vitneskju um íslenskt mál og barnamálsrannsóknir er stigið stórt skref fram á við í þjónustu við skjólstæðinga talmeinafræðinga. Málþroskapróf HTÍ er próf sem hefur verið í þróun í nokkur ár á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Prófið er ætlað börnum á aldrinum 2;0–4;0 ára. Hugsmíðaréttmæti prófsins hefur þegar mælst hátt og hefur prófið fylgni við málþátt íslenska þroskalistans og Orðaskil. Til stendur að staðla prófið á landsvísu.
    Í þessari forprófun voru 72 börn prófuð á leikskólum á Reykjavíkursvæðinu. Skilyrði til þátttöku voru eintyngi, dæmigerður málþroski og almennur þroski og eðlileg heyrn. Prófið er byggt upp með myndum og leikföngum. Reiknuð voru út meðaltöl, meðaltalsmunur milli aldurshópa, dreifing milli aldurshópa og dreifing milli kynja. Fylgni prófatriða var reiknuð út. Meðaltöl hópa og aldursbila fóru hækkandi samfara hækkandi aldri og fylgni prófatriða var um og yfir 0,95 á málskilningshluta, máltjáningarhluta og fyrir prófið í heild sinni. M-HTÍ er áreiðanlegt mælitæki og bylting fyrir talmeinafræðinga sem sinna börnum sem sýna frávik í máli og tali, sem og skjólstæðinga þeirra.

Samþykkt: 
  • 29.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11852


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MARITGERÐMÁLÞROSKAPRÓFHTÍTINNA.pdf910.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna