Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11853
Sjófuglar eru flestir langlífir, með háar lífslíkur á milli ára, verða seint kynþroska og eignast fá afkvæmi á ári. Flestar rannsóknir á sjófuglum hafa verið gerðar á varptíma en ástæða þessa er aðallega sú að sjófuglar halda sig í byggðum (kóloníum) og flestir þeirra dvelja langdvölum á hafi úti utan varptíma. Þekking okkar á vistfræði sjófugla að vetrarlagi er þess vegna afar takmörkuð.
Sumarið 2008 voru dægurritar settir á 40 fullorðna skúma (Stercorarius skua) á Breiðamerkursandi, Íslandi, 16 á eyjunni Foula, Skotlandi og 24 á Bjarnareyju, Noregi. Þegar dægurritarnir voru endurheimtir á sömu stöðum næstu 3 ár, var unnt að finna út staðsetningar fuglanna yfir vetratímann (staðsetningar teknar tvisvar á dag) út frá birtustigi með tilliti til tíma. Dægurritarnir skrá einnig upplýsingar um seltustig en út frá þeim upplýsingum má meta hve miklum tíma fuglarnir eru að eyða í fæðuöflun (á flugi) á móti tíma varið í hvíld (sitjandi á sjó). Alls endurheimtust 23 dægurritar með gögnum á árunum 2009-2011.
Rannsóknarspurningar verkefnisins voru:
1) Hvar eru vetrarstöðvar skúma frá Íslandi, Noregi og Skotlandi?
2) Hversu mikinn tíma eru skúmarnir að nota í fæðuleit á vetrarsvæðum sínum og er það mismunandi á milli vetrasvæða?
Vetrarsvæðunum var skipt í fimm svæði; (1) NV-Afríka, (2) Íberíuskagi, (3) Biscay flói, (4) austurströnd N-Ameríku og (5) hafsvæðið vestur af Írlandi. Íslenskir skúmar dreifðu sér á svæði 1, 2, 3 og 4. Skoskir fuglar héldu sig eingöngu austanmegin Atlantshafsins, á svæði 1, 2 og 3 og fuglar frá Bjarnareyju voru á öllum vetrarsvæðunum. Einnig tóku fimm einstaklingar sig til og ferðuðust á milli vetrarsvæða veturinn 2008-2009.
Þar sem 17 af 22 skúmum héldu sig á einu ákveðnu vetrarsvæði veturinn 2008-2009 var hægt að finna út hvort munur væri á tíma í fæðuleit (á flugi) á milli vetrarsvæða. Fuglar á öllum svæðum virtust eyða svipuðum tíma á flugi fyrir utan svæði 1, NV-Afríku, þar sem töluvert minni tími fór í flug en á hinum svæðunum. Fimm einstaklingar ferðuðust á milli vetrasvæða en virtust hagnast lítið á því að skipta um svæði. Undantekning á þessu var fugl 5749 sem fór frá svæði þar sem miklum tíma var varið á flugi, yfir á svæði 1, þar sem minni tími fór í flug og minnkaði þar með töluvert tíma varið í fæðuleit. Þetta bendir til þess að svæði 1, NV-Afríka, bjóði upp á hagstæðari fæðustöðvar fyrir fuglana heldur en hin svæðin og skúmarnir geti því lágmarkað orkukostnað sinn á því svæði yfir veturinn.
Most seabirds have long life expectancy, high annual survival rate, delayed maturity and low annual productivity. However, a vast majority of studies on seabirds have focused on their breeding or life-history parameters during the breeding season. This is partly a consequence of the fact that most seabirds are colonial breeders and many of them hardly spend any time on land outside the breeding season. General knowledge on the winter ecology of seabirds therefore is limited.
In 2008, geolocators were deployed on adult breeding Great Skuas (Stercorarius skua) at three locations; 40 at Breiðamerkursandur, Iceland, 16 in Foula, Scotland and 24 in Bjørnøya, Norway. When recaptured over the next years, (1) the global position during previous year could be calculated from light level readings (twice per day) with reference to time; and (2) saltwater immersion data could be used to study foraging time activity (time in flight) compared to time resting (sitting on the water). Twenty-three geolocators were recaptured over the years 2009-2011.
The research questions of the project were:
1) What are the wintering distributions of Great Skuas from Iceland, Scotland and Norway?
2) How much time are they spending in foraging activity over the winter and does it differ between the respective winter areas?
Great Skuas from different breeding areas spread differently between winter quarters. The winter quarters were divided into five main areas (1) NW-Africa, (2) coast of Iberia, (3) Bay of Biscay, (4) eastern coast of N-America and (5) West of Ireland. Icelandic Great Skuas were at areas 1, 2, 3 and 4. Birds from Foula were only observed in areas at east Atlantic in areas 1, 2 and 3. Birds from Bjørnøya were observed at all winter areas. Furthermore, five individuals travelled between winter areas over the winter 2008-2009.
With the geolocators, the time birds spent in foraging activity (in flight) could be estimated and since the winter areas for individual birds were known, foraging activity could be compared between winter areas. Great Skuas at all winter areas seem to spend similar time in foraging except for birds at Area 1, where they spent much less time in flight than in any other area. The five individuals that travelled between areas seemed to gain little by moving, except for bird 5749 that went to Area 1 from a more active area and therefore decreased it’s time spent foraging. These findings indicate that Area 1, NW-Africa, provides particularly good feeding opportunities that allow the birds to spend more time resting and therefore limit their energy expenditure over the winter.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð 2012 EM.pdf | 1.89 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |