en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11859

Title: 
 • Title is in Icelandic „Þá áttum við að vera ráðskonur, við Álfheiður.” Líf ungrar konu á Vestfjörðum 1923-1949
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í þessari ritgerð verður aðallega fjallað um lífið við Ísafjarðardjúp árin 1923 til 1949. Stuðst verður við einsögurannsóknir þar sem lífsýn og frásagnir Ingibjargar Óladóttur, verða í forgrunni. Barnæskan, unglingsárin og hennar fyrstu ár sem fullorðinnar konu munu birtast í frásögnunum. Skemmtanir, leikir og skyldustörf kristallast svo í reynslusögunum.
  Frásagnir annarra sem búið hafa við Ísafjarðardjúp eða hafa ferðast þar, fylgja með í ritgerðinni. Daglegt líf og samgöngur fólksins sem bjó við Djúpið og á norðanverðum Vestfjörðum eiga margt sameiginlegt með upplifun Ingibjargar vegna staðhátta.
  Ritgerðin er þannig uppbyggð að í byrjun er fjallað um minni fólks og tekið sýnishorn úr ferðalýsingum frá svæðinu. Þá er komið að rannsóknarkaflanum þar sem farið er í skilgreiningar Sigurðar Gylfa Magnússonar á einsögurannsóknum. Sérstaklega er fjallað í rannsóknarkaflanum um konur og skrif um þær og þá slagsíðu sem þær hafa í ævisöguritum.
  Þá er komið að aðalpersónunni, Ingibjörgu Óladóttur en í gegnum frásagnir hennar fær lesandinn að fylgjast með lífshlaupi Ingibjargar og flutningum milli staða við Ísafjarðardjúp. Stöðunum sem koma við sögu er lýst og frásagnir þeirra sem glímdu við erfiðar samgöngur og snjóflóð fljóta með. Endurminningar úr Ögurnesinu sem komið hafa út blandast svo fólki sem tengdist Ingibjörgu fjölskylduböndum.

Accepted: 
 • May 30, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11859


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð3 PDF.pdf1.6 MBOpenHeildartextiPDFView/Open