is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11860

Titill: 
  • Ofanflóð í Kaldaklifsá í kjölfar goss í Eyjafjallajökli 2010
  • Titill er á ensku Sediment gravity flow activity following the 2010 eruption in Eyjafjallajökull
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eyjafjallajökull liggur á eystra gosbelti Íslands. Á Íslandi er mikil eldvirkni sem veldur því að landið er stöðugt í mótun og umbreytingu. Orsakavaldar þessarrar eldvirkni eru Miðatlandshafsflekaskilin sem liggja undir landinu og möttulstrókur sem liggur undir Vatnajökli.
    Gosið í toppgíg Eyjafjallajökuls hófst þann 14. apríl 2010. Það hafði mikil áhrif á líf manna á Íslandi og um heim allan. Gífurlegt magn ösku gaus upp og lagðist yfir nærliggjandi sveitir og dreifðist um háloftin í átt að Evrópu. Jökulhlaup og eðjuflóð runnu niður norður-og suðurhlíðar jökulsins og gjörbreyttu þar landslagi.
    Til að komast að því hvort eðjuflóð hafi runnið niður árfarveg Kaldaklifsár vorið 2011 var farvegur Kaldaklifsár rannsakaður með tilliti til setmyndunarferla. Tekin voru sex setsýni eftir árfarveginum í þeim tilgangi að skoða kornastærðardreifingu og samsetningu þeirra og athuga hvort greina mætti á milli setmyndanna straumvatna og eðjuflóða.
    Niðurstöður sýndu að töluvert magn kantaðs glers fannst í öllum sýnunum og kornin urðu þá ávalari með aukinni fjarlægð og rúnnuð bergbrot urðu fleiri því neðar sem dró í ánni.
    Þau sýni sem tekin voru neðst í ánni, auk þess sýnis sem tekið var við Selá vestan Kaldaklifsár sýndu einkenni straumvatnasets en þau sýni sem tekin voru ofar í ánni við gilkjaft Kaldaklifsár, sýndu merki blandaðs eðjuflóðasets. Ofurblönduð flóð eru ákveðið millistig frá straumvötnum til eðjuflóða (e. lahar), kornastæðargröf þeirra eru yfirleitt tví- til þrítoppa og kornin eru illa aðgreind. Kornastærðargröf úr Kaldaklifsá sýndu væga tvítoppun á þessum tveim sýnum og voru þau mjög illa aðgreind sem er lýsandi fyrir eðjuflóðaset.

  • Útdráttur er á ensku

    Eyjafjallajökull lies on the eastern volcanic rift zone in Iceland. The eruption in the top crater of Eyjafjallajökull the 14th of April 2010 had a deep impact on human lives, not only in Iceland but on a global scale. Tremendous amount of ash was spewed up into the atmosphere and covered the nearby area, but also made its way south towards Europe. Jökulhlaups and lahar floods made their way down to the lowlands on the north and south side of the glacier, dramatically changing the landscape. Scientists predicted that small lahar floods might have made their way down the Kaldaklifsá river in the spring melt the year after the eruption.
    The aim of this thesis was to evaluate from study based on grain size distribution and composition of sediment samples from Kaldaklifsá whether fluvial processes or lahar formation were the determining factor of sedimentation.
    A large amount of glass was found in every specimen (over 75%), which is characteristic for riverbeds located close to a recently erupted volcano. The grains became rounder with distance from the glacier and rock fragments became more common.
    The result suggests that a small lahar flood had made its way through the canyon of Kaldaklifsá the spring after the eruption. The three samples taken farthest away from the glacier and the one taken from Selá were classified as streamflow deposits, the two taken closest to the glacier and the origin of Kaldaklifsá were classified as hyperconcentrated flow deposits.

Samþykkt: 
  • 30.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
elisabet_palmadottir_bs_jardfraedi.pdf2,2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna