Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11862
Aðal okruforði í Atlantshafs þorski (Gadus morhua) er varðveittur í lifrinni á formi lípíða. Orkuforðinn sveiflast í samræmi við gnægð fæðu og endurspeglar árstíðabundið ástand fisksins á hverjum tíma. Metlar, eins og lifrarstuðullinn (HSI) og líkams ástands stuðullinn Fulton´s K (K) sem og mælingar á magni lípíða í lifur þorsksins, eru notaðir til að meta ástand hans. Niðurstöður fengust um að ástand væri breytilegt milli árstíða og dýpis. Mismunandi metlar gáfu hins vegar mismunandi niðurstöður. HSI og orkuinnihald lifrarinnar sýndu svipað mynstur en annað mynstur fékkst með K. Af þessum ástæðum er ályktað svo að HSI og orkuinnihald lifrar séu jafngildar mælingar á skammtíma ástandi en K sé ekki hægt að nota í sama tilgangi.
Lykilorð: þorskur, orkuforði, ástand, metlar, árstíðir, dýpi, mynstur
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bs - tilbúið.pdf | 544.14 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |