is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11863

Titill: 
  • Vatnsmagn í gleri bólstrabergs á Reykjanesi og við Þórisvatn. Tenging við þrýsting og jökulfarg
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland er eldfjallaeyja í N-Atlantshafi staðsett á mörkum rekhryggs sem skilur í sundur N-Ameríkuflekann og Evrasíuflekann. Undir Íslandi er auk þess möttulstrókur sem gerir landið að heitum reit. Mörg eldfjöll á Íslandi eru hulin jökli. Þrýstingurinn frá jöklinum hefur áhrif á leysni reikulla efna í kviku og eftir því sem þrýstingurinn eykst verður leysni þeirra meiri. Þegar kvika kemur upp á yfirborðið undir þykkum jökli hraðkælist hún og bólstrar myndast. Þrýstingurinn gerir það að verkum að reikul efni ná ekki að skilja sig frá kvikunni og þau verða hluti af berginu. Reikul efni geyma því upplýsingar um þann þrýsting sem veittur var á eldstöðina þegar bergið storknaði. Út frá magni reikulla efna er hægt að meta hversu þykkur jökull eða djúpt vatn var yfir eldstöðinni þegar gos átti sér stað.
    Sýni voru tekin af glerrimum bólstrabergs við Þórisvatn, Bolaöldu, Kleifarvatn og tveimur námum við Sveifluháls. Vatnsmælingar voru framkvæmdar á sýnunum í litrófssjá, þau voru efnagreind og útreikningar gerðir á þrýstingi og þykkt jökulsins. Tvö sýni, frá Kleifarvatni og fyrri námunni (Undirhlíðar) við Sveifluháls, innihéldu talsvert magn af vatni eða allt að ~0.39wt% sem samsvarar 130m þykkum jökli. Jökullinn sem lá yfir Reykjanesi á síðustu ísöld var 70-400m þykkur og eru niðurstöður verkefnisins innan þeirra marka. Sýni frá Þórisvatni innihélt 0.3wt% af vatni sem jafngildir 75m þykkum ís. Á síðustu ísöld var jökullinn við miðju landsins 1000-1500m þykkur og því er ólíklegt að bólstrarnir hafi myndast undir honum. Hin sýnin innihéldu ~0.08-0.26wt% sem samsvara 0-55m þykkum jökli. Bólstraberg myndast við mun meiri þrýsting og því er ólíklegt að bólstrarnir mynduðust undir jökli. Líklegast er að kvikan hafi afgasast áður en hún storknaði í bólstraberg.

  • Útdráttur er á ensku

    Iceland is a volcanic island in the N-Atlantic ocean positioned on the edge of a spreading ridge that separates the N-American plate and the Eurasian plate. Beneath Iceland there is also a mantle plume which makes it a hot spot. Many volcanoes in Iceland are covered by ice caps. The pressure that a glacier exerts has great effect on volatile solubility in magmas and as the pressure increases the solubility increases as well. When magma comes up to the surface under a thick glacier it quenches and pillows form. Volatiles cannot separate from the magma as it quenches and they become a part of the pillows. Therefore volatiles contain information about the pressure above the conduit when the pillows were formed. In turn it is possible to interpret the thickness of a glacier or the depth of a lake under which eruption took place.

    Samples were taken from the glassy rims of pillow lava at Þórisvatn, Bolaalda, Kleifarvatn and from two mines at Sveifluháls. Water content of the samples was measured using Fourier infra-red spectroscopy, chemical analysis were done and pressure and ice thickness calculated with appropriate programs. Two samples, from Kleifarvatn and from the first mine (Undirhlíðar) at Sveifluháls, contained significant amount of water or up to ~0.39wt% which corresponds to a glacier thickness of 130m. The glacier which covered Reykjanes during the last ice age is thought to have been 70-400m thick, so the result of this project are within these limits. The sample from Þórisvatn contained 0.3wt% of water which corresponds to a 75m thick ice cover. During the last ice age the glacier at the center of Iceland was 1000-1500m thick and therefore it is unlikely that the magma that formed the pillows came up under the glacier. The other samples contained little water or about ~0.08-0.26wt% which is equivalent to a 0-55m thick glacier. Pillows form under more pressure and therefore it is unlikely that the pillows of Bolaalda and the later mine of Sveifluháls had erupted under a glacier.

Samþykkt: 
  • 30.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - verkefni Sigrún Sif loka.pdf6,54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna