Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/11864
Skert innsæi er algengt hjá Alzheimerssjúklingum og getur valdið því að sjúklingar gera sér illa grein fyrir sjúkdómi sínum og ofmeti eigin getu. Í rannsóknum á Alzheimers-sjúkdómnum hefur því tíðkast að afla upplýsinga frá aðstandendum og fagfólki en upplýsingar frá sjúklingunum sjálfum að mestu skort. Rannsóknir á lífsgæðum, þunglyndi, verkjum og getu til athafna meðal Alzheimerssjúklinga hafa leitt í ljós töluvert ósamræmi í svörum sjúklinga og aðstandenda. Til að hægt sé að bæta þjónustu og meðferð þarf að öðlast skilning á áhrifum þess að greinast með sjúkdóminn á líðan og lífsgæði fólks. Þegar tekist er á við veikindi og aðra erfiðleika getur lífsafstaða og bjargráðastíll skipt miklu máli. Markmið rannsóknarinnar er að kanna á heildstæðan hátt upplifun fólks sem nýlega hefur fengið greiningu á Alzheimerssjúkdómi og meta þær afleiðingar sem sjúkdómurinn hefur haft á líðan og lífsgæði þeirra. Rannsóknin er megindleg og byggist á mati þátttakenda á eigin líðan og lífsgæðum. Aðstandendur mátu einnig sömu þætti fyrir sjúklinga til að skoða mætti samræmi í svörum þeirra. Þátttakendur voru 34 sjúklingar sem nýlega höfðu fengið greiningu á Alzheimers-sjúkdómi og 34 aðstandendur þeirra.
Niðurstöður: Sjúklingar mátu líðan sína betri, sinnuleysi minna og lífsgæði sín meiri en aðstandendur þeirra gerðu. Þegar stjórnað var fyrir innsæi hvarf munurinn og því má ætla að innsæisleysi hafi átt þátt í því að sjúklingarnir meti fyrrnefnda þætti með öðrum hætti en aðstandendur. Engin tengsl voru á milli innsæis- og sinnuleysis sjúklinga og líðan aðstandenda. Bjartsýnir sjúklingar og aðstandendur aðhylltust lausnarmiðaðan bjargráðastíl og voru ólíklegir til að finna fyrir þunglyndi og kvíða. Líklegt má telja að lausnarmiðuð bjargráð miðli tengslum lífsafstöðu og líðan aðstandenda og skýri að hluta til upplifun á einkennum kvíða og þunglyndis.
Abstract
Anosognosia is a frequent and complex phenomenon in Alzheimer's disease (AD), which results in patients having poor insight into their medical condition and an overestimation of ability. Researchers have thus traditionally relied on information and ratings from caregivers and clinicians while neglecting the experiences and direct reports from the patients. Studies suggest considerable discrepancies in the way patients and caregivers assess patients's quality of life, activities of daily living as well as depression and pain symptoms. Life orientation and coping strategies may play an important role when it comes to AD patients' ability to cope with illnesses and other difficulties in life. A better understanding of patients' subjective experiences and their psychiatric well-being and quality of life following a diagnosis of AD may help healthcare practitioners identify those at risk for psychiatric disorders. The objectives of this study were to get a better understanding of subjective experiences in AD across a number of domains and to investigate whether patient insight, life orientation and coping skills were associated with measures of quality of life and psychiatric well-being.
Methods: 34 patients and their caregivers independently completed various questionnaires on the patient's psychiatric well-being and quality of life as well as an anosognosia instrument.
Results: The results indicated that AD patients rated their apathy and depression less severe and their psychiatric well-being and quality of life better than their caregivers did. When controlling for level of insight this discrepancy between patient and caregiver rating disappeared, suggesting that lack of insight was affecting the patient's ability to rate the aforementioned non-cognitive conditions. Optimistic patients and caregivers were more likely to apply a problem solving coping style and were less likely to experience depression and anxiety. It is possible that copying styles may mediate optimism and well-being and result in less depression and anxiety.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Að greinast með Alzheimerssjúkdóm.pdf | 3,52 MB | Open | Heildartexti | View/Open |