en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11865

Title: 
  • Title is in Icelandic Heilnæmi og öryggi laugarvatns á náttúrulegum baðstöðum
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Náttúrulaugar eru skilgreindar sem laugar með jarðhitavatni sem ekki er meðhöndlað með sótthreinsun, geislun eða annarri hreinsun. Með aukningu ferðamanna á Íslandi verður aukið álag á vinsælustu náttúrulaugar landsins, en það getur haft áhrif á heilnæmi þeirra og öryggi. Í dag gilda engar ákveðnar reglur um náttúrulaugar, þar sem vatnið er ekki til neyslu og laugarnar eru ekki skilgreindar sem sundlaugar í rekstri. Lítið hefur því verið skoðað hvort að laugarnar séu í reynd eins heilnæmar og nú er talið. Í þessari rannsókn var gerð örverufræðileg greining í þremur ólíkum náttúrulaugum á Íslandi; að Lýsuhóli, á Hveravöllum og í Landmannalaugum. Heildarbakteríufjöldi var rannsakaður með frumutalningu og með ræktun við 22°C, 37°C og 50°C. Skimað var fyrir Escherichia coli, Enterococcus spp., Pseudomonas aeruginosa og Nóróveirum. Ræktaðar og óræktaðar bakteríur úr laugunum voru tegundagreindar með 16S rRNA gena raðgreiningu. Öryggisþættir náttúrulauga voru einnig metnir m.t.t. hætta og bornir saman við kröfur gerðar til sundlauga, ásamt því að ábyrgðarþáttur ferðaþjónustuaðila var metinn með könnun. Útkoman leiddi til skiptingu lauga upp í þrjá flokka. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að töluverð saurmengun verður í náttúrulaugum ef rennsli er lítið og gestafjöldi er mikill. Þá er fjöldi Pseudomonas spp. mikill í náttúrulaugum, og nokkrar tegundir flokkast til tækifærissýkla. Nóróveira greindist ekki í laugunum þremur. Örverufjölbreytileikinn sem greindist með 16S rRNA gena klónun og raðgreiningum var nokkuð fjölbreyttur og var ólíkur milli lauga. Öryggismálum er ábótavant við þær laugar sem falla í 3. flokk, en það eru þær laugar sem verða hugsanlega í rekstri og munu fylgja regluverki til fulls í framtíðinni.

Accepted: 
  • May 30, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11865


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Heilnaemi-natturulegs-laugarvatns-Berglind-Osk-Th.pdf4 MBOpenHeildartextiPDFView/Open