en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11866

Title: 
  • Title is in Icelandic Menningararfur í formi íslensks hraungrýtis. „Hraunsréttardeilan“ í Aðaldal
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um Hraunsréttardeiluna í Aðaldal. Hraunsrétt í Aðaldal hefur gengt hlutverki sem skilarétt Aðaldals frá því um 1838 en deilt hefur verið um hlutverk hennar sem slíkrar í áratugi. Deilan er áhugaverð út frá hlutverki menningararfs fyrir hópa og er leitast við að svara því hvernig Hraunsréttardeilan tengist orðræðunni um menningararf og hvers vegna Hraunsrétt hafði sem menningararfur ákveðins hóps slíkt mikilvægi. Hraunsréttardeilan er greind út frá kenningum um menningararf og stuðst er við skrif fræðimanna á því sviði, svo sem Laurajane Smiths og Valdimars Tr. Hafsteins. Hraunsrétt var af ákveðnum hóp unnenda hennar skilgreind sem menningararfur og verðmæti hennar áréttað í orðræðu í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Í inngangkafla ritgerðarinnar er fjallað um helstu rannsóknarspurningar og rannsóknaraðferð. Í fyrsta kafla er fjallað um helstu kenningar og hugtök sem nýtt verða til greiningar á Hraunsréttardeilunni svo sem um hlutverk menningararfs fyrir sjálfmynd hópa og hvernig líta megi á menningararf sem ferli frekar en ákveðna hluti, staði eða byggingar. Í öðrum kafla er saga deilunnar rakin allt frá 1945 til ársins 2000. Í þriðja kafla er deilan loks greind út frá kenningum um menningararf. Fjallað er um menningararfinn Hraunsrétt og hvernig réttin var skilgreind sem slík í þeim tilgangi að verja hana fyrir yfirvofandi ógn. Hraunsrétt hefur gildi sem táknmynd sjálfsmyndar ákveðins hóps og fjallað er um hlutverk hennar sem ramma utan um menningararfsupplifun.

Accepted: 
  • May 30, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11866


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð SD.pdf1.12 MBOpenHeildartextiPDFView/Open