is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11868

Titill: 
 • Stórbrotinn heimur hljóða : kvikmyndatónlist Amélie og Sherlock Holmes
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um tónlist tveggja kvikmynda, Amélie eftir leikstjórann
  Jean-Pierre Jeunet og Sherlock Holmes í leikstjórn Guy Ritchie. Sérstaklega eru
  tónskáld umræddra mynda til umfjöllunar, sem og tónsköpun þeirra, og þau borin
  saman með áherslu á sameiginleg einkenni. Einnig er stuttlega fjallað um tónlist í
  kvikmyndum almennt, og stiklað á stóru um þróun kvikmyndatónlistar í Evrópu og
  Bandaríkjunum.
  Kvikmyndirnar Amélie og Sherlock Holmes eru ólíkar að mörgu leyti. Til að mynda er
  sú fyrrnefnda frönsk, framleidd með litlu fjármagni, á meðan sú síðarnefnda er
  stórmynd og framleidd í kvikmyndaborginni Hollywood. Ætla má að tónlistin í
  báðum myndum eigi stóran þátt í vinsældum þeirra, en tónskáld myndanna eru þeir
  Yann Tiersen, Amélie, og Hans Zimmer, Sherlock Holmes. Þeir eru mismunandi
  tónlistarmenn; Zimmer starfar sem kvikmyndatónskáld en Tiersen sem sjálfstæður
  tónlistarmaður, og gefur út plötur með eigin efni. Þrátt fyrir að hafa farið sitthvora
  leiðina sem tónlistarmenn hafa tónskáldin samskonar bakgrunn, úr rokktónlist. Áhrif
  frá þessum bakgrunni má túlka í tónlist þeirra, en hún á það sameiginlegt að vera oft á
  tíðum bæði drífandi og framsækin. Tónskáldin notuðu mismunandi aðferðir við
  tónsköpun fyrir myndirnar. Mikið af tónlist Amélie var af fyrri plötum Tiersens, og sú
  tónlist sem hann samdi fyrir myndina var ekki samin fyrir ákveðnar persónur né
  ákveðin atriði, á meðan Zimmer samdi alla tónlistina út frá myndinni sjálfri, með
  ákveðin atriði og persónur í huga.
  Þó svo að tónskáldin og tónlist þeirra sé mjög ólík og þeir hafi farið sitthvora leiðina
  við tónsköpun fyrir umræddar kvikmyndir, þá er hægt að finna ý msa sameiginlega
  þætti í tónlist þeirra. Að mínu mati eru myndirnar sönnun fyrir því að hægt sé að fara
  ólíkar leiðir í kvikmyndatónsköpun með góðri útkomu.

Samþykkt: 
 • 30.5.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf263.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna