is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11870

Titill: 
  • Næringar- og offitumeðferð á Reykjalundi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Offita hefur aukist gríðarlega á síðustu árum og er orðinn einn alvarlegasti heilsufarsvandi sem við stöndum frammi fyrir. Áætlað er að á Íslandi séu um 22,7% karla og 19,3% kvenna offeit. Aukinni þörf á úrræðum fyrir fólk sem misst hefur tökin á aukakílóunum og getur ekki misst þau hjálparlaust hefur verið mætt með næringar- og offitusviði á Reykjalundi.
    Markmið: Markmiðið með þessari rannsókn er að lýsa líkamssamsetningu, blóðgildum og geðheilsu alvarlega offeitra sjúklinga útfrá upplýsingum sem fengust úr forskoðun á næringar- og offitusviði Reykjalunds. Einnig að kanna flæði og fjölda sjúklinga á mismunandi stigum meðferðarinnar.
    Aðferð: Rannsóknin er unnin útfrá forskoðunarupplýsingum sem fengust úr sjúkraskrá á Reykjalundi um sjúklinga sem sótt höfðu offitumeðferð á tímabilinu febrúar til október 2007. Í forskoðun voru gerðar líkamsmælingar, blóðmælingar og kvíði og þunglyndi metið með spurningalistum. Upplýsingum fyrir 103 einstaklinga var safnað, konur voru 70,9% og karlar 29,1%, meðalaldur þátttakenda var 40,7 ár.
    Niðurstöður: Líkamsþyngdarstuðull sjúklinga var að meðaltali 44kg/m2. Miðgildi
    blóðsökks mældist yfir viðmiðunargildum bæði hjá körlum og konum. Meirihluti sjúklinga var með vægt þunglyndi og vægan kvíða. Blóðþrýstingslyf voru tekin af 40,6% sjúklinga og var miðgildi blóðþrýstings hjá körlum 140/95 mmHg, miðgildi kvenna var 125/85 mmHg. Brottfall frá forskoðun til dagdeildarmeðferðar var 49,5%.
    Ályktun: Kanna þarf betur ástæður þess af hverju sjúklingar hætta meðferð og hvort forskoðunarupplýsingar hafi forspárgildi á langtímaárangur offitumeðferðar.

  • Útdráttur er á ensku

    Obesity has increased dramatically in recent years and has become one of the most serious health problem society is facing. It’s estimated that obesity prevalence in Iceland is 22.7% among adult men and 19.3% among adult women. Increased need for resources for obese people has been met with weight loss therapy in Reykjalundur.
    Aim: The aim of this study is to describe body composition, blood values and mental health of severely obese patients in weight loss therapy in Reykjalundur. Also to examine the flow and number of patients at different stages of the therapy.
    Method: Baseline data was collected from medical records at Reykjalundur for patients who attended the therapy from February to October 2007. The data consisted of body measurements, blood tests and anxiety and depression assessed by questionnaires. Data for 103 patients were collected, 70.9% women and 29.1% males, mean age of participants was 40.7 years.
    Results: Average patient BMI was 44 kg/m2. Median erythrocyte sedimentation rate (ESR) was above reference values in both men and women. The majority of patients had mild depression and mild anxiety. Medication for hypertension were used by 40.6% of the patients and the median blood pressure in men was 140/95 mmHg, the median for women was 125/85 mmHg. Dropout from first examination to outpatient treatment was 49.5%.
    Conclusion: Further research is needed to explore the reasons why patients discontinue treatment and whether baseline information obtained in first examination, predict long-term success of therapy for severely obese patients.

Samþykkt: 
  • 30.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Næringar- og offitumeðferð á Reykjalundi.pdf448.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna