is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11876

Titill: 
  • Áhrif þyrpingar í vefauglýsingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Auglýsingastarfsemi nútímans hefur á undanförnum misserum færst meira og meira yfir í netauglýsingar. Upphaf þessara auglýsinga má rekja til síðasta áratugar síðustu aldar. Í dag verðum við fyrir aðkasti auglýsinga í hvert skipti sem við hættum okkur inn á veraldarvefinn. Flestar heimasíður og fréttaveitur eru þaktar auglýsingum af öllum stærðum og gerðum og eru öll laus pláss nýtt til hins ítrasta. Ýfingaráhrif hafa á síðastliðnum árum verið mikið rannsökuð, það hvernig nýleg reynsla hefur áhrif á skynjun okkar. Greining áreita batnar eftir því sem endurteknum birtingum fjölgar. Rannsóknir á ýfingu hafa leitt menn að öðru fyrirbæri sem vissulega er skylt en tekur þó á annari nálgun að efninu, það eru þyrpingaráhrif (crowding effect). Skilgreiningin á þessum hrifum er að þau valda skertum kennslum á ofanmarkáreitum vegna tilkomu truflandi áreita í nánasta umhverfi markáreitisins (Tyler og Likova, 2007). Þetta veldur því að fólk greinir verr þau áreiti sem umlukin eru öðrum áreitum og skera sig frá meginefni hverju sinni. Við rannsóknir á þyrpingaráhrifum hafa rannsakendur notast við sjónleitarverkefni þar sem þátttakandi leitast við að greina eiginleika markáreitis á meðan hliðaráreiti sem skilja sig frá markáreiti með lit hafa truflandi áhrif. Í þyrpingarumferðum fjölgar svo truflandi áreitum og birtast nýju áreitin á milli áreitanna sem fyrir eru og miðju skjásins og mynda þannig þyrpingu. Staðsetning þyrpingar innan heilastöðva hefur verið mikið á reiki en nýjustu hugmyndir benda til að um tvíþætt ferli sé að ræða sem felst í uppgötvun einfaldra einkenna og sameiningu greindra hluta í eina heild (Levi, 2008). Við leggjum til að þetta hugarferli sem þyrpingaráhrif eru megi tengja við heim netauglýsinga og þá sérstaklega netborða. Helstu niðurstöður voru þær að fjarlægð áreita frá miðju og hvort þau verði fyrir þyrpingaráhrifum hefur skýr áhrif á getu fólks til að greina þau. Við teljum að rökstyðja megi að sum auglýsingapláss séu betri en önnur vegna staðsetningar og þyrpingaráhrifa nærliggjandi texta og annara auglýsinga.
    Lykilorð: sjónleitarverkefni, ýfingaráhrif, þyrpingaráhrif, auglýsingar.

Samþykkt: 
  • 30.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11876


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar og Pétur.pdf753.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna