is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11879

Titill: 
  • Fyrirheit um óvænt samtal : þverfagleg tenging námsgreina gegnum skapandi ferli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Með tilkomu nýrrar aðalnámskrár framhaldskóla vorið 2011 er mögulegt að efla samþættingu námsgreina innan iðngreina. Ný lög framhaldsskólanna fela í sér miklar breytingar fyrir íslenskt skólakerfi þar sem fallið er frá því að menntamálaráðuneytið setji fram námsbrautir, ákveði innihald þeirra og gefi út áfangalýsingar. Þess í stað eiga framhaldsskólarnir að gera tillögur að námsbrautum. Skólafólk hefur þurft að glíma við töluvert brottfall úr framhaldsskólum, sem ég tel að sé ekki eingöngu vandi skólans heldur líka félagslegt og heilbrigðislegt vandamál. En með aukinni samþættingu og fjölbreyttari námsleiðum, bættri náms- og starfsráðgjöf mætti minnka brottfall úr framhaldsskólum landsins. Tilgangur verkefnisins er því að skoða hvort samþætting námsgreina og breyttar námsaðferðir í iðnskólaumhverfi geri nemendur áhugasamari og hvort vinna gegnum skapandi ferla skili fjölbreyttari verkefnum. Aðalnámskrá framhaldsskólanna gefur skólunum heilmikið svigrúm til að þróa nýjar námsaðferðir og leita leiða til að þjóna hagsmunum nemenda á sem bestan hátt. Þetta verkefni er þannig hluti af þeirri þróun sem er að hefjast innan framhaldsskólanna, þar sem kennarar og aðrir starfsmenn fá tækifæri til að þróa sína náms- og kennsluhætti í takt við kröfur samfélagsins. Verkefnið felur í sér fræðilega úttekt á skrifum og rannsóknum fræðimanna sem fjallað hafa um samþættingu í skólastarfi og praktíska útfærslu í formi verkefna sem nemendur í rafiðnaðar- og listnámsdeildum Iðnskólans í Hafnarfirði hanna og gera í raunverulegu umhverfi. Verkefnavinnan leiðir í ljós að samþætting námsgreina með áherslum á skapandi ferli getur elft ákveðna eiginleika og viðhorf hjá nemendum, t. d sjálfstæð vinnubrögð, aukna félagsfærni og gagnrýna hugsun. Þessir eiginleikar og viðhorf geta síðan nýst nemendum í öðru námi og orðið fyrirmynd að breyttum náms- og kennsluháttum.

  • Útdráttur er á ensku

    A new national curriculum for secondary schools was published in the spring of 2011. With it the possibilities of integrating courses within subjects increased considerably. A new legislation for secondary schools contains major changes for the Icelandic educational system. The legislations states that now it isn’t the Ministry of Education that decides educational programs on offer in the secondary schools. Instead the schools themselves must make proposition for departments, subject and courses and run it by the Ministry of Education. Secondary schools have had to deal with a considerable student dropout which I believe isn’t solely the school’s problem but also a national healthcare and social problem. However with the possibilities of increasing integration of courses within subjects and with more and better educational and vocational counseling hopefully it is possible to reduce the student’s dropout rate. The purpose of this project is to examine if integration of subjects and different teaching methods in a vocational school make students more enthusiastic. Also to see if using cerative work will generate a broader variety of project. The new curriculum for secondary schools gives the schools a lot of leeway to develop new teaching methods and seek way to serve the interests of students in an effective manner. As such this project is a part of the development that has already started within the secondary schools, where teacher and other employees get a change to develop their teaching methods in relations with the society’s demands. The project includes a theoretical study of both research and research papers by scholars, who have discussed integration in the educational system and a practical implementation in form of projects which students in the Electrical Department and Design Department of the Technical College of Hafnarfjörður took a part in. The students designed and made things in a real environment. The work at the project shows that integration of subjects with emphasis on creative process can lead to certain characteristics and outlook in students such as independent methods of work, increased social skills and self-awareness. These characteristics and the student’s own outlook can be useful in the students further studying and become a model for a new different curriculum and teaching methods.

Samþykkt: 
  • 30.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11879


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna