is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11881

Titill: 
  • Hugsað inn fyrir kassann
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftir tæplega þriggja ára nám í Listaháskólanum hef ég gert fjögur óskyld verkefni sem öll eru ferhyrningslaga. Formið var ekki fyrirfram ákveðið í neinu þeirra heldur þróaðist það með verkefninu hverju sinni. Mér þótti þetta því orðið einkennilegar tilviljanir þar sem ég tel mig ekki bera sterkari taugar til þessa forms frekar en annars. Efni ritgerðarinna er því rétthyrningur út frá hinum ýmsu sjónarhornum, notkun þess í verkum ýmissa listamanna verður skoðað og borið sama við mína reynslu.
    Formið er eitt af grunnformunum og hefur það komið víða við í hönnunarsögunni. Fjalla ég um það í tengslum við hugmyndafræði Bauhaus (1919-1933), í verkum hollenska listahópsins De Stijl (1917-1931), í vörum hönnuðarins Dieter Rams (1932), húsgögnum Mies van de Rohe (1886-1969) og málverkum Kazimir Malevich (1878-1935) svo eitthvað sé nefnt og reyni að komast að ástæðu þeirra fyrir valinu á þessu formi. Einnig endurtek ég könnun um fegurð hlutfalla í rétthyrningum og kynni mér hvernig hvernig formið snertir okkar daglega líf meðal annars í sambandi við pappírsstærðir.
    Eftir þessi skrif komst ég að því að tímabil módernismans hefur haft mjög mótandi áhrif á mig. Ég dreg þá ályktun að listamennirnir nýta sér þetta einfalda form til þess að undirstrika kjarna sinna verka. Að sama skapi kemst ég að því að það er líka mín ástæða fyrir valinu á þessu formi. Ferðalag þessarar ritgerðara kom mér einnig á þá skoðun að það að hugsa inn fyrir kassann er alveg jafn mikilvægt og að hugsa út fyrir hann.

Samþykkt: 
  • 31.5.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna