Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/11886
Núverandi útgáfur helstu greiningarkerfa geðraskana leyfa ekki greiningu athyglisbrests með ofvirkni (Attention Deficit Hyperactivity Disorder, ADHD) ef einhverfurófsröskun er til staðar. Þessi útilokunarregla er umdeild og í eftirfarandi rannsókn var reynt að leggja mat á réttmæti hennar. Þátttakendur voru öll þau 95 börn á aldrinum 7-17 ára sem greindust með einhverfurófsröskun á Greiningar- og Ráðgjafarstöð Ríkisins árið 2010. Algengi ADHD meðal barna með einhverfurófsraskanir var metið sem 67,4% sem er í samræmi við fyrri rannsóknir. Áhrif ADHD á aðlögunarfærni voru metin með margbreytusamdreifigreiningu (multiple analysis of covariance, MANCOVA) þar sem stjórnað var fyrir áhrifum greindar, aldurs og einhverfueinkenna mældum með Autism Diagnostic Observation Schedule (ADOS). Niðurstöður voru þær að börn með ADHD samhliða einhverfurófsröskun mældust með marktækt lægri aðlögunarfærni samkvæmt boðskiptahluta Vineland Adaptive Behavior Scales (VABS) en þau sem einungis höfðu einhverfurófsröskun, auk þess sem tilhneiging var í sömu átt í úrtakinu fyrir bæði félagslegt samspil og athafnir daglegs lífs hluta prófsins. Þessar niðurstöður benda til þess að ADHD einkenni hjá börnum með einhverfurófsraskanir séu ekki aðeins birtingarmynd einhverfueinkenna heldur sé um að ræða raunverulegt samhliða ADHD sem skipti máli fyrir daglegt líf barnanna og því beri að greina það sem slíkt.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Baldvin Logi B.S. verkefni.pdf | 690.07 kB | Open | Heildartexti | View/Open |